Fréttir Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. Erlent 18.10.2023 12:10 Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Innlent 18.10.2023 12:05 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Óstaðfest er enn hver ber ábyrgð á mannskæðri árás á spítala á Gasa í gær þar sem talið er að hundruð Palestínumanna hafi látist. Mótmælt var víða um heim vegna harmleiksins og hafa fjölmörg ríki kallað eftir vopnahléi. Forseti Bandaríkjanna kom til Ísraels í morgun. Fjallað er um árásina í hádegisfréttum okkar. Innlent 18.10.2023 11:51 Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. Innlent 18.10.2023 11:10 Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. Innlent 18.10.2023 10:51 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Innlent 18.10.2023 10:41 Nú hægt að sækja um vegabréf á netinu Forsjáraðilar þurfa ekki lengur að mæta báðir til sýslumanns til að sækja um vegabréf fyrir börn sín. Vegabréfsumsóknir og greiðsla fyrir þau eru nú á netinu. Eftir að umsókn er lokið er svo hægt að bóka tíma í myndatöku, eða mæta. Innlent 18.10.2023 10:10 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Erlent 18.10.2023 09:04 Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Erlent 18.10.2023 08:32 Loftslagsbreytingar byrjaðar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á náttúru Íslands og breyta lífsskilyrðum fólks hér á landi. Með þeim loftslagsbreytingum, sem þegar eru hafnar, fylgja vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru landsins. Loftslagsvandinn mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins. Innlent 18.10.2023 08:31 Ætla sér að gefa út nýja ákæru á hendur Alec Baldwin Saksóknarar í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum ætla sér að gefa út nýja ákæru á hendur leikaranum Alec Baldwin í tengslum við rannsókn á andláti kvikmyndatökukonunnar Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október 2021. Erlent 18.10.2023 08:27 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. Erlent 18.10.2023 08:14 Bein útsending: Kynna skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fjórða matsskýrsla vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi verður kynnt í dag. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi. Innlent 18.10.2023 07:31 Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15 Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Erlent 18.10.2023 06:38 Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Erlent 18.10.2023 00:03 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Innlent 17.10.2023 23:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 23:00 Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. Innlent 17.10.2023 20:01 Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Innlent 17.10.2023 19:55 Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:42 Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Innlent 17.10.2023 18:27 Vaktin: Fimm hundruð sagðir látnir eftir loftárás á spítala Á fimmta hundrað eru látin eftir loftárás á spítala á Gasaströndinni síðdegis í dag. Erlent 17.10.2023 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:00 Bókaði stærstu svítuna en varð til vandræða þegar hann fékk hana ekki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð út vegna manns sem var verið að vísa út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang ræddi hún við manninn sem kvaðst hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu en ekki fengið hana. Honum var vísað út af lögreglu. Innlent 17.10.2023 17:33 „Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Erlent 17.10.2023 16:28 Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Innlent 17.10.2023 15:17 Áslaug María ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. Innlent 17.10.2023 15:17 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. Innlent 17.10.2023 15:01 « ‹ ›
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. Erlent 18.10.2023 12:10
Segja löðrunginn eiga sér enga hliðstæðu hér á landi Íslenskir leiðsögumenn fordæma atvik á Hótel Örk nýlega þar sem kona, sem sögð er fararstjóri, löðrungaði skólastelpu frá Bretlandi. Þetta ömurlega háttalag er sagt ekki eiga sér hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis. Innlent 18.10.2023 12:05
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Óstaðfest er enn hver ber ábyrgð á mannskæðri árás á spítala á Gasa í gær þar sem talið er að hundruð Palestínumanna hafi látist. Mótmælt var víða um heim vegna harmleiksins og hafa fjölmörg ríki kallað eftir vopnahléi. Forseti Bandaríkjanna kom til Ísraels í morgun. Fjallað er um árásina í hádegisfréttum okkar. Innlent 18.10.2023 11:51
Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. Innlent 18.10.2023 11:10
Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. Innlent 18.10.2023 10:51
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Innlent 18.10.2023 10:41
Nú hægt að sækja um vegabréf á netinu Forsjáraðilar þurfa ekki lengur að mæta báðir til sýslumanns til að sækja um vegabréf fyrir börn sín. Vegabréfsumsóknir og greiðsla fyrir þau eru nú á netinu. Eftir að umsókn er lokið er svo hægt að bóka tíma í myndatöku, eða mæta. Innlent 18.10.2023 10:10
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Erlent 18.10.2023 09:04
Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Erlent 18.10.2023 08:32
Loftslagsbreytingar byrjaðar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á náttúru Íslands og breyta lífsskilyrðum fólks hér á landi. Með þeim loftslagsbreytingum, sem þegar eru hafnar, fylgja vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru landsins. Loftslagsvandinn mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins. Innlent 18.10.2023 08:31
Ætla sér að gefa út nýja ákæru á hendur Alec Baldwin Saksóknarar í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum ætla sér að gefa út nýja ákæru á hendur leikaranum Alec Baldwin í tengslum við rannsókn á andláti kvikmyndatökukonunnar Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október 2021. Erlent 18.10.2023 08:27
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. Erlent 18.10.2023 08:14
Bein útsending: Kynna skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fjórða matsskýrsla vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi verður kynnt í dag. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi. Innlent 18.10.2023 07:31
Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15
Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Erlent 18.10.2023 06:38
Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Erlent 18.10.2023 00:03
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Innlent 17.10.2023 23:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 23:00
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. Innlent 17.10.2023 20:01
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Innlent 17.10.2023 19:55
Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:42
Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Innlent 17.10.2023 18:27
Vaktin: Fimm hundruð sagðir látnir eftir loftárás á spítala Á fimmta hundrað eru látin eftir loftárás á spítala á Gasaströndinni síðdegis í dag. Erlent 17.10.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:00
Bókaði stærstu svítuna en varð til vandræða þegar hann fékk hana ekki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð út vegna manns sem var verið að vísa út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang ræddi hún við manninn sem kvaðst hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu en ekki fengið hana. Honum var vísað út af lögreglu. Innlent 17.10.2023 17:33
„Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Erlent 17.10.2023 16:28
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Innlent 17.10.2023 15:17
Áslaug María ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. Innlent 17.10.2023 15:17
Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. Innlent 17.10.2023 15:01