Fréttir

Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan

Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag.

Erlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óstaðfest er enn hver ber ábyrgð á mannskæðri árás á spítala á Gasa í gær þar sem talið er að hundruð Palestínumanna hafi látist. Mótmælt var víða um heim vegna harmleiksins og hafa fjölmörg ríki kallað eftir vopnahléi. Forseti Bandaríkjanna kom til Ísraels í morgun. Fjallað er um árásina í hádegisfréttum okkar.

Innlent

Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji

Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra.

Innlent

Nú hægt að sækja um vegabréf á netinu

Forsjáraðilar þurfa ekki lengur að mæta báðir til sýslumanns til að sækja um vegabréf fyrir börn sín. Vegabréfsumsóknir og greiðsla fyrir þau eru nú á netinu. Eftir að umsókn er lokið er svo hægt að bóka tíma í myndatöku, eða mæta. 

Innlent

Hvetur for­seta til að kalla saman þing sem fyrst

Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 

Erlent

Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa

Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu.

Erlent

Ver fúlgum fjár í lögmenn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum.

Erlent

„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og á­tök“

Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í.

Innlent

Ömur­legt að hús­næðiskreppan or­saki and­lát

Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði

Innlent

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu.

Innlent

„Þið getið tekið við þeim“

Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru.

Erlent

Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn.

Innlent