Fréttir Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. Veður 21.10.2023 09:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið. Erlent 21.10.2023 09:01 Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. Erlent 21.10.2023 08:46 Beitti piparúða á dyraverði sem hleyptu honum ekki inn Lögregla aðstoðaði dyraverði skemmtistaðar í miðborginni vegna manns sem hafði spreyjað piparúða á þá, eftir að þeir hleyptu honum ekki inn laust fyrir klukkan 04 í nótt. Innlent 21.10.2023 07:36 Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. Innlent 21.10.2023 07:01 Breyting í Laugardalslaug sem gleðja muni foreldra Forstöðumaður Laugardalslaugar hlakkar til að taka á móti gestum aftur um helgina eftir nokkura vikna lokun. Búið er að stórbæta laugina, og öryggi og þá geta foreldrar barna glaðst yfir því að barnalaugin verður heitari en hún hefur verið áður. Innlent 20.10.2023 23:16 Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Innlent 20.10.2023 22:22 Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Innlent 20.10.2023 21:11 Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Innlent 20.10.2023 20:58 Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Innlent 20.10.2023 19:49 „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. Innlent 20.10.2023 19:11 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. Erlent 20.10.2023 18:42 Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. Erlent 20.10.2023 18:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár legga niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og heilbrigðisþjónusta skert. Innlent 20.10.2023 18:00 Taka ekki á móti konum eða kvárum í sund „af öryggisástæðum“ Sundlaug Selfoss mun ekki leyfa konum og kvárum að fara í sund næsta þriðjudag, 24. október, þegar allsherjarverkfall kvenna og kvára stendur yfir. Innlent 20.10.2023 17:34 Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. Erlent 20.10.2023 17:11 Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. Innlent 20.10.2023 16:44 Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Innlent 20.10.2023 16:36 Dómari hótar að fangelsa Trump Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Erlent 20.10.2023 16:27 Miðaldra íslenskur karlmaður leggi líf fjölskyldunnar í rúst Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Ernuland hefur orðið fyrir hótunum af hálfu hakkara sem segist ætla að loka miðlinum ef hún borgar honum ekki tiltekna upphæð, eða um 80 þúsund krónur. Innlent 20.10.2023 16:02 Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Erlent 20.10.2023 15:20 Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Innlent 20.10.2023 14:13 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Innlent 20.10.2023 13:50 „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. Innlent 20.10.2023 12:16 „Þú ert með völdin!“ Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Innlent 20.10.2023 11:59 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. Innlent 20.10.2023 11:47 Efling og eigendurnir sjá um jarðarförina Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. Innlent 20.10.2023 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar. Lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 20.10.2023 11:30 Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. Erlent 20.10.2023 11:05 Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Innlent 20.10.2023 11:05 « ‹ ›
Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. Veður 21.10.2023 09:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið. Erlent 21.10.2023 09:01
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. Erlent 21.10.2023 08:46
Beitti piparúða á dyraverði sem hleyptu honum ekki inn Lögregla aðstoðaði dyraverði skemmtistaðar í miðborginni vegna manns sem hafði spreyjað piparúða á þá, eftir að þeir hleyptu honum ekki inn laust fyrir klukkan 04 í nótt. Innlent 21.10.2023 07:36
Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. Innlent 21.10.2023 07:01
Breyting í Laugardalslaug sem gleðja muni foreldra Forstöðumaður Laugardalslaugar hlakkar til að taka á móti gestum aftur um helgina eftir nokkura vikna lokun. Búið er að stórbæta laugina, og öryggi og þá geta foreldrar barna glaðst yfir því að barnalaugin verður heitari en hún hefur verið áður. Innlent 20.10.2023 23:16
Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Innlent 20.10.2023 22:22
Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Innlent 20.10.2023 21:11
Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Innlent 20.10.2023 20:58
Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Innlent 20.10.2023 19:49
„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. Innlent 20.10.2023 19:11
Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. Erlent 20.10.2023 18:42
Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. Erlent 20.10.2023 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár legga niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og heilbrigðisþjónusta skert. Innlent 20.10.2023 18:00
Taka ekki á móti konum eða kvárum í sund „af öryggisástæðum“ Sundlaug Selfoss mun ekki leyfa konum og kvárum að fara í sund næsta þriðjudag, 24. október, þegar allsherjarverkfall kvenna og kvára stendur yfir. Innlent 20.10.2023 17:34
Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala. Erlent 20.10.2023 17:11
Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað. Innlent 20.10.2023 16:44
Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Innlent 20.10.2023 16:36
Dómari hótar að fangelsa Trump Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Erlent 20.10.2023 16:27
Miðaldra íslenskur karlmaður leggi líf fjölskyldunnar í rúst Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Ernuland hefur orðið fyrir hótunum af hálfu hakkara sem segist ætla að loka miðlinum ef hún borgar honum ekki tiltekna upphæð, eða um 80 þúsund krónur. Innlent 20.10.2023 16:02
Morðhótunum rignir yfir leiðtogalausa Repúblikana Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddu í dag atkvæði gegn því að gera Jim Jordan að þingforseta. Þetta var í þriðja sinn sem þingmenn höfnuðu honum og lá í raun fyrir áður en atkvæðagreiðslan fór fram að hann yrði ekki þingforseti. Erlent 20.10.2023 15:20
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Innlent 20.10.2023 14:13
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Innlent 20.10.2023 13:50
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. Innlent 20.10.2023 12:16
„Þú ert með völdin!“ Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Innlent 20.10.2023 11:59
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. Innlent 20.10.2023 11:47
Efling og eigendurnir sjá um jarðarförina Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. Innlent 20.10.2023 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar. Lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 20.10.2023 11:30
Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag. Erlent 20.10.2023 11:05
Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. Innlent 20.10.2023 11:05