Fréttir Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum. Innlent 14.11.2023 10:57 Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Innlent 14.11.2023 10:55 Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Innlent 14.11.2023 10:47 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. Innlent 14.11.2023 10:25 Konum með háskólamenntun fjölgað mun meira en körlum Meira en helmingur kvenna á aldrinum 25 til 64 ára var með háskólamenntun árið 2022 en 33 prósent karla. Konum með háskólamenntun hefur fjölgað um 25 prósent frá 2003 en körlum um níu prósent. Innlent 14.11.2023 09:49 Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Innlent 14.11.2023 09:26 Bein útsending: Heilbrigðisþing 2023 Heilbrigðisþing verður að þessu sinni með norrænni skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Innlent 14.11.2023 09:24 Féll af hjóli í Urriðaholti Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun. Innlent 14.11.2023 09:17 Spyr hvers vegna HS Orka og Bláa lónið séu stikkfrí Guðjón Friðriksson sagnfræðingur orðar þar sem margir hugsa þegar hann spyr hvers vegna einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið sleppi frá því að leggja í púkkið við byggingu varnargarða? Innlent 14.11.2023 08:54 Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Erlent 14.11.2023 08:33 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga heldur áfram í dag, og hefst dagskráin klukkan 9. Innlent 14.11.2023 08:30 Íslenska liðið lagði Norðmenn með Carlsen í broddi fylkingar Íslenska liðið í opnum flokki í skák lagði Norðmenn, með Magnús Carlsen í broddi fylkingar, í þriðju umferð EM landsliða í Budva í Svartfjallalandi í gær. Innlent 14.11.2023 07:50 Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erlent 14.11.2023 07:26 Áfram austanátt og hvassara sunnantil Framundan er enn einn dagurinn með austanátt þar sem reiknað er með vindstyrkur víða fimm til þrettán metra á sekúndu, en þrettán til átján í vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Veður 14.11.2023 07:20 Vaktin: Grindavík eins og skriðjökull Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. Innlent 14.11.2023 05:40 Systir Donald Trump er látin Maryanne Trump Barry, elsta systir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði verið á líknardeild síðustu vikur lífs síns vegna krabbameins. Erlent 14.11.2023 04:04 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. Erlent 14.11.2023 02:58 Rafmagn komið aftur á í Garðabæ Rafmagnslaust varð í Garðabæ fyrr í kvöld vegna háspennubilunar. Útleysing varð í aðveitustöð A7. Innlent 14.11.2023 02:08 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Innlent 14.11.2023 00:26 Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. Innlent 13.11.2023 22:29 Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Innlent 13.11.2023 21:01 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38 „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. Innlent 13.11.2023 19:00 Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Innlent 13.11.2023 18:17 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nýjar gervitunglamyndir sýna að sigdalur hefur myndast í Grindavík en vesturhluti bæjarins hefur sigið um allt að einn metra. Við fjöllum ítarlega um jarðhræringarnar á Reykjanesi í fréttatímanum okkar og ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu. Mikil jarðskjálftavirkni er enn á Reykjanesi og hafa tvö þúsund skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 13.11.2023 18:00 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Innlent 13.11.2023 17:08 Nýjar myndir staðfesta sig upp á allt að einn metra Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra. Innlent 13.11.2023 16:47 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. Innlent 13.11.2023 16:05 Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. Erlent 13.11.2023 15:54 „Það er alveg glatað að þurfa að yfirgefa bæinn sinn“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það. Innlent 13.11.2023 15:29 « ‹ ›
Gjafir og gjörningar fyrir Grindvíkinga á óvissutímum 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum. Innlent 14.11.2023 10:57
Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Innlent 14.11.2023 10:55
Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Innlent 14.11.2023 10:47
Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. Innlent 14.11.2023 10:25
Konum með háskólamenntun fjölgað mun meira en körlum Meira en helmingur kvenna á aldrinum 25 til 64 ára var með háskólamenntun árið 2022 en 33 prósent karla. Konum með háskólamenntun hefur fjölgað um 25 prósent frá 2003 en körlum um níu prósent. Innlent 14.11.2023 09:49
Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Innlent 14.11.2023 09:26
Bein útsending: Heilbrigðisþing 2023 Heilbrigðisþing verður að þessu sinni með norrænni skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Innlent 14.11.2023 09:24
Féll af hjóli í Urriðaholti Einstaklingur á hjóli var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir umferðarslys á Holtsvegi í Urriðaholti í Garðabæ í morgun. Innlent 14.11.2023 09:17
Spyr hvers vegna HS Orka og Bláa lónið séu stikkfrí Guðjón Friðriksson sagnfræðingur orðar þar sem margir hugsa þegar hann spyr hvers vegna einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið sleppi frá því að leggja í púkkið við byggingu varnargarða? Innlent 14.11.2023 08:54
Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Erlent 14.11.2023 08:33
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga heldur áfram í dag, og hefst dagskráin klukkan 9. Innlent 14.11.2023 08:30
Íslenska liðið lagði Norðmenn með Carlsen í broddi fylkingar Íslenska liðið í opnum flokki í skák lagði Norðmenn, með Magnús Carlsen í broddi fylkingar, í þriðju umferð EM landsliða í Budva í Svartfjallalandi í gær. Innlent 14.11.2023 07:50
Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. Erlent 14.11.2023 07:26
Áfram austanátt og hvassara sunnantil Framundan er enn einn dagurinn með austanátt þar sem reiknað er með vindstyrkur víða fimm til þrettán metra á sekúndu, en þrettán til átján í vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Veður 14.11.2023 07:20
Vaktin: Grindavík eins og skriðjökull Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. Innlent 14.11.2023 05:40
Systir Donald Trump er látin Maryanne Trump Barry, elsta systir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði verið á líknardeild síðustu vikur lífs síns vegna krabbameins. Erlent 14.11.2023 04:04
TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. Erlent 14.11.2023 02:58
Rafmagn komið aftur á í Garðabæ Rafmagnslaust varð í Garðabæ fyrr í kvöld vegna háspennubilunar. Útleysing varð í aðveitustöð A7. Innlent 14.11.2023 02:08
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Innlent 14.11.2023 00:26
Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. Innlent 13.11.2023 22:29
Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Innlent 13.11.2023 21:01
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Innlent 13.11.2023 19:38
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. Innlent 13.11.2023 19:00
Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Innlent 13.11.2023 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nýjar gervitunglamyndir sýna að sigdalur hefur myndast í Grindavík en vesturhluti bæjarins hefur sigið um allt að einn metra. Við fjöllum ítarlega um jarðhræringarnar á Reykjanesi í fréttatímanum okkar og ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu. Mikil jarðskjálftavirkni er enn á Reykjanesi og hafa tvö þúsund skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 13.11.2023 18:00
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. Innlent 13.11.2023 17:08
Nýjar myndir staðfesta sig upp á allt að einn metra Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra. Innlent 13.11.2023 16:47
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. Innlent 13.11.2023 16:05
Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. Erlent 13.11.2023 15:54
„Það er alveg glatað að þurfa að yfirgefa bæinn sinn“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það. Innlent 13.11.2023 15:29