Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi Boði Logason skrifar 27. febrúar 2013 10:51 Frá Samfésballi í Laugardalshöll. Mynd/365 "Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira