Brjóstaskorur bannaðar á unglingaballi Boði Logason skrifar 27. febrúar 2013 10:51 Frá Samfésballi í Laugardalshöll. Mynd/365 "Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
"Við höfum ekki fengið neinar athugasemdir við þetta, fólk er almennt séð mjög ánægt með þetta," segir Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hið árlega Samfés-ball verður haldið á föstudaginn í Laugardalshöll þar sem yfir 4500 unglingar koma saman víðsvegar að af landinu. Stelpur sem ætla að fara á dansleikinn mega ekki sýna á sér brjóstaskoruna og þá er ekki leyfilegt að vera í gegnsæjum skyrtum. Strákar sem ætla á sama dansleik mega ekki hneppa skyrtum frá og ekki vera í stuttbuxum. Björg segir í samtali við fréttastofu að þessar reglur hafi verið við lýði í þrjú ár. „Þetta hefur gengið mjög vel, það er mesta furða hvað það hefur verið tekið vel í þetta. Við höfum ekki þurft að hafa nein afskipti af krökkunum og krakkarnir fara eftir reglunum," segir hún. Spurð afhverju þessar reglur hafi verið settar segir hún að um sé að ræða fínt ball „og við viljum að krakkarnir séu sér og sínum til sóma." Reglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári með ungmennaráðinu „og þá hafa ungliðarnir lokaákvörðun um þetta." Björg segir að ekki sé verið að brjóta gegn frelsi krakkanna. „Við teljum þetta ekki vera mikla skerðinu á persónufrelsi einstaklinganna. Við erum líka frjáls félagasamtök, það er að segja þessi dansleikur er ekki á vegum ríkis eða sveitarfélaga." Í reglunum klæðaburðareglunum kemur einnig fram að stelpurnar verða að vera í hlýrabol undir, ef þær ætla að vera í gegnsæjum skyrtum. Ekki má hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru heldur ekki leyfilegar þar sem þær eru of stuttar. Svokölluð „stykki" sem ná aðeins yfir brjóstin eru einnig bönnuð. Í klæðaburðareglunum kemur fram að stelpurnar eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggins undir stutta kjóla. Varðandi strákana þá mega þeir ekki vera berir að ofan eða með of stórt, eða sítt, hálsmál. Þá er einnig ekki leyfilegt að hneppa skyrtum frá. Bannað er að vera í stuttbuxum, buxurnar verða að ná fyrir neðan hné.Nánar á heimasíðu Samfés.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira