Erum örugglega sammála 4. nóvember 2010 06:00 „Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg. Hvorug þeirra hefur mótað sér skoðun á því hvað mætti betur fara í stjórnarskránni, en telja að líklega sé fyrir bestu að fólk viti sem minnst þegar það mætir á fundinn. Fréttablaðið/valli Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira