
Íslenskan í athugasemdakerfum
Árið 2016 varð Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsta konan af fyrstu kynslóð kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem varaforseti í forsetastól á Alþingi. Kveðjurnar sem hún fékk sendar í tölvupósti í kjölfarið voru langt frá því að geta talist hlýjar: "NÚ ÞARF AÐ TALSETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“

Traðkað á hunangsflugum
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að.

Stöndum í lappirnar
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára.

Ómöguleikinn er nú raunveruleikinn
Fyrir nokkrum árum vakti áhuga minn hokinn, tvíd-klæddur stjórnmálafræðingur með – að mér fannst – frumlega sýn á veröldina.

Justin Bieber er eðla
Hvað gerist þegar sannleikurinn dettur úr tísku? Neyðarástand ríkir nú í nokkrum hverfum New York-borgar vegna mislingafaraldurs. Ástæðan: Tuttugu ára gömul samsæriskenning um tengsl bólusetningar gegn mislingum og einhverfu hjá börnum.

Okkar eigin Trump
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans.

Innblásin mistök
Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn.

Bergmálsklefi fullkomleikans
Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst.

Stórir strákar fá stór skiptabú
Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag.

Með framendann fastan í afturendanum
Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim.

Fullveldi fantsins
Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til.

Kynjajafnrétti og Viagra
Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið …

Að stela mat úr munni
Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum.

Pissað í plastflösku
Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá.

Rán og rupl
Fráfarandi ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó varði í vikunni ákvörðun sína um að veita fyrrverandi ráðherrum laun fyrir lífstíð.

Lauslátasta nunnan í klaustrinu
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi.

Túttur; olía á striga
Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum.

Þriggja metra skítaskán
Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu.

Að lifa og lifa af
Hallur Hallsson virðist aðhyllast þá söguskýringu að fyrri kynslóðir hafi alið aldur sinn í veröld sem byggð var úr kirfilega lokuðum pappakössum þar sem hver hópur dvaldi prúður í því boxi sem örlögin höfðu náðarsamlegast úthlutað honum; enginn fór út, enginn kom inn, enginn kom neins staðar frá og enginn fór fet, allt var í röð og reglu uns George Soros kom til sögunnar og fólk, hugmyndir, fjármagn og ókunnugir menningarheimar tóku að troða sér ofan í pappakassann hans Halls.

Tapað stríð
Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega.