Hver er Boris? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun