Óbreytt agúrka Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum, einkum yfir sumarmánuðina þegar allir eru í fríi, þing liggur í dvala og viðskiptalífið er lífvana. Orðið fengum við Íslendingar að láni úr dönsku en í Danmörku er talað um „agurketid“. Danir stálu hugtakinu úr þýsku en Þjóðverjar kalla þennan viðburðalitla tíma „Sauregurkenzeit“ eða tíma sýrðra gúrkna. Talið er að upphaf orðsins megi rekja til kaupmanna sem stunduðu viðskipti í Berlín á 18. öld. Síðsumars, þegar gúrkur voru lagðar í súr, stóðu frí sem hæst og ládeyða ríkti í viðskiptum. Í tilefni þess að gúrkutíð stendur nú sem hæst fylgja hér tíu áhugaverðar staðreyndir um agúrkur:Agúrka er gjarnan felld undir hugtakið grænmeti þótt hún sé ávöxtur klifurplöntu af graskersætt. Orðið agúrka er komið úr grísku en þar er orðið angourion haft um vatnsmelónur. Agúrkan er einmitt náskyld melónu.Agúrkur hafa verið ræktaðar í þrjúþúsund ár. Gúrkan á upphaf sitt í Indlandi. Talið er að agúrkan hafi breiðst um Evrópu með útþenslu Grikklands og Rómaveldis.Gúrkur voru hafðar í hávegum í Rómaveldi. Þær voru ekki aðeins álitnar herramannsmatur heldur voru þær einnig taldar bæta sjón, lækna sporðdrekabit og fæla burt mýs. Konur báru gúrkur um mittið í von um að auka líkur á að verða barnshafandi. Rómarkeisarinn Tíberíus var sjúkur í gúrkur og krafðist þess að þær væru á borðum á hverjum einasta degi, allt árið um kring. Þar sem gúrkur voru aðeins fáanlegar á sumrin brugðu garðyrkjumenn Tíberíusar á það ráð að rækta gúrkur í kössum á hjólum sem þeir keyrðu um í leit að sólarbletti.Árið 1883 var Daninn Hans J. G. Schierbeck settur landlæknir á Íslandi. Hann var ástríðufullur garðyrkjumaður og kom sér upp fjölskrúðugum matjurtagarði við hús sitt í Reykjavík. Árið 1890 lýsti hann í grein tilraunum sínum til gúrkuræktar. „Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.“ Voru þessar fimm til sex smáu salat-agúrkur líklega ein fyrsta tilraun til gúrkuræktar á Íslandi.Árið 1896 byggði kaupmaður á Sauðárkróki fyrsta gróðurhúsið sem reist var á Íslandi. Húsið var hitað með hrossataði. Voru ræktuð í því skrautblóm og matjurtir. Árið 1925 reis gróðurhús á Reykjum í Mosfellssveit þar sem stunduð var tómatarækt. Ræktun á gúrkum hófst um svipað leyti og eru þær nú ræktaðar hér á landi árið um kring.Agúrkan er fjórða mest ræktaða grænmeti í heiminum í dag. Kína er stærsti agúrkuframleiðandi heims en þar eru þrír fjórðu hlutar allra agúrkna ræktaðir, eða 55 milljón tonn á ári.Gúrka er 96% vatn.Hún er þó langt frá því að vera næringarsnauð. Agúrkur innihalda A-, B- og C-vítamín, kalk og járn. Gúrkur innihalda lítið af hitaeiningum, aðeins 12 hitaeiningar í 100 grömmum (til samanburðar má geta þess að í 100 grömmum af SS vínarpylsum eru 229 hitaeiningar).Gúrkur hafa verið ræktaðar úti í geimnum í Alþjóðlegu geimstöðinni.Gúrkutíð kallast á ensku „silly season“ eða árstíð kjánaskapar. Engilsaxar eiga þó sitt eigið orðasamband um agúrkur. „Cool as a cucumber“, eða svalur eins og gúrka, er notað yfir þá sem hafa stáltaugar. Orðasambandið er ekki úr lausu lofti gripið. Gúrkur geta verið allt að tíu til tuttugu gráðum kaldari að innan en að utan. Ástæðan er hátt vatnshlutfall gúrkunnar en vatn hitnar hægar en loft. Við fyrstu sýn kann óbreytt agúrkan að virðast jafnóáhugaverð og dauft bragðið af henni gefur til kynna. En því fer fjarri. Áhugaverðar staðreyndir um gúrkur eru óteljandi. Framhald í næstu gúrkutíð.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun