Máttur lyginnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:30 Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun