Athvarf öfgamanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun