Skítleg framkoma Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 10:00 Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun