Fyrirlitlegir vindbelgir Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2019 09:00 Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar