
Hönnuðurinn sér engan tilgang með breytingunni
Þröstur Magnússon grafískur hönnuður, sem hannaði merki Olís fyrir nær hálfri öld, kveðst ekki sjá tilganginn með því að skipta merkinu út fyrir nýtt líkt og nú er verið að gera. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja,“ segir þessi afkastamikli hönnuður, sem skapað hefur fleiri merki sem Íslendingar ættu flestir að kannast við.

Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið
Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins.

Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“
Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn.

Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs
Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum.

Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði
Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára.

Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg.

RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir
Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar.

Sandra og Arnar vekja athygli í strætóskýlum
Fyrsta leiktíðin í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta er hafin eða að hefjast og nýjar leiðir hafa verið farnar til að kynna deildirnar.

Tekur við starfi markaðsstjóra Öskju
Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju.

Myndaveisla frá afhendingu Lúðursins í Gamla bíói
ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunaði á dögunum auglýsingar sem sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin.

Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar
Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki.

Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti
Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum.

Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári
Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna.

Matthías í Hatara til Brandenburg
Matthías Tryggvi Haraldsson hefur verið ráðinn sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Brandenburg.

Opna Bæjarins beztu við Hlemm og hressa upp á útlit 10-11
Bæjarins bestu pylsur hafa opnað stað inni í verslun 10-11 sem stendur á Laugavegi við Hlemm. Opnun staðarins í versluninni, auk nýs staðar Sbarro á sama stað, kemur á sama tíma og Orkan, sem rekur verslanir 10-11, hefur gert breytingar á útliti verslananna.

Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt
Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna.

Úrslit í FÍT keppninni 2022: Borgarlínan, snjallmælir, bjór og skyr
Úrslit FÍT keppninnar voru opinberuð nú í kvöld. FÍT, Félag Íslenskra teiknara, stendur fyrir verðlaunahátíðinni á hverju ári en í ár voru 88 verk tilnefnd í 21 flokkum.

1. apríl 2022: Þríeykið gert ódauðlegt, nýr Íþróttaálfur tekur við og Sumarbúð Íslendinga rís
Fyrsti apríl, dagurinn sem fólk ýmist elskar eða elskar að hata, er nú genginn í garð enn einu sinni og strax á miðnætti hófust fyrirtæki, fréttamiðlar, fyrirtæki og einstaklingar handa við að reyna að gabba Íslendinga. Fréttastofa hefur tekið saman nokkur helstu göbb dagsins en sitt sýnist hverjum um hversu frumleg eða trúverðug þau eru í ár.

Anna Kristín nýr formaður SÍA
Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA.

Tekur við starfi samskiptastjóra BSRB
Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri BSRB og mun hún hefja þar störf um mánaðarmótin.