Páskar

Fréttamynd

22 líkams­á­rásir um páskana

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. 

Innlent
Fréttamynd

Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum

Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með.

Lífið
Fréttamynd

Einokunarlausir páskar 2024

Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí

Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atriði sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs.

Skoðun
Fréttamynd

Páska­um­ferðin hefur gengið vel

Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana

Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana.

Veður
Fréttamynd

Rússi og Úkraínu­maður brjóta saman páska­egg

Fjöldi úkraínskra flótta­manna kom saman í Nes­kirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir há­tíð­legir í Rétt­trúnaðar­kirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á al­vöru úkraínskar páska­hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana

Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“

Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 

Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.