Páskar

Fréttamynd

Finna styrk hvert hjá öðru á páskadag

Árisulir mættu á Þingvelli fyrir klukkan sex í morgun til að taka þátt í Upprisumessu á meðan aðrir létu sér nægja hátíðarmessu Í Hallgrímskirkju klukkan ellefu. Í Breiðholtskirkju fór svo fram Alþjóðleg páskamessa. Presturinn þar segir messuna mikilvæga fyrir flótta fólk.

Innlent
Fréttamynd

Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður

Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í „meinlítið“ páskaveður

"Lykilorðið þarna er vísir. Þetta er rosalega ómerkilegt í rauninni og ef við tökum saman skírdag til mánudags þá er þetta meinlítið veður,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á veðurstofu Íslands, um hvað hafi verið átt við með orðunum vísi að páskahreti í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Svartir og sætir páskar Ásdísar Ránar

Athafnakonan Ásdís Rán hefur haslað sér völl á íslenskum blómamarkaði með svörtum, lífseigum rósum sem hún tengir nú við páskana með svörtum súkkulaðieggjum sem Hafliði Halldórsson konfektgerðarmaður hannaði sérstaklega fyrir hana.

Lífið
Fréttamynd

Páskamaturinn aldrei verið einfaldari

Einn, tveir og elda auðveldar fólki matarinnkaupin og eldamennskuna um páskana með því að bjóða upp á Páskapakkann sem inniheldur úrbeinað og marinerað lambalæri, úrvals meðlæti og ljúffenga villisveppasósu auk eftirréttar.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Gæslan flaug með páskaegg á Bolafjall

Fyrr í vikunni fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, í hefðbundið eftirlitsflug vestur af landinu og tók svo eina æfingarlendingu á fjallseggjunum við ratsjárstöðina á Bolafjalli við Ísafjarðardjúp.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.