Páskar

Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg
Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir.

„Við slepptum páskahretinu greinilega, það er bara beint í sumar“
Sumarið lék svo sannarlega við landsmenn í dag og reyndu flestir landsmenn að næla sér í smá lit úti í sólinni.

Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“
Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum.

Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana
Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

„Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“
Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki.

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning.

Börn leituðu eggja víða um borg
Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni.

Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti.

„Bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði“
Sigurður Skúlason leikari flutti alla Passíusálmana í Hallgrímskirkju í dag í síðasta sinn. Lesturinn tók rúmar fimm klukkustundir og var Sigurður furðu brattur eftir þetta mikla þrekvirki.

Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa
Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr.

Páskaföndur fyrir börn á öllum aldri frá Hugmyndabankanum
Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem meðal annars má finna hugmyndir fyrir páskafríið. Hér að neðan má finna verkefni frá Margréti sem er hægt að framkvæma í fríinu og skapa fallegt páskaskraut og minningar með börnunum.

Páskaborð að hætti Soffíu í Skreytum hús
Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús þáttanna skrifar reglulega pistla hér á Lífinu á Vísi. Soffía gefur þar góð ráð, innblástur og hugmyndir tengdar heimilinu.

Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis
Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi.

Páskasmákökur Elenoru Rósar eru fullkomnar fyrir helgina
Bakarinn Elenora Rós sýndi einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum sem tilvalið er að baka um páskana í þættinum Ísland í dag. Í uppskriftinni eru litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir eru farnir að kannast við.

„Kollurinn minn er fullur af verkefnum sem eiga eftir að líta dagsins ljós“
Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem finna má hugmyndir að föndri og leikjum fyrir börn á öllum aldri. Hún er móðir, kennari og föndrari og sameinar það allt á miðlinum sínum.

Frábær 45 mínútna æfing án allra áhalda
Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman mun skrifa reglulega pistla um ýmislegt tengt hreyfingu, heilsu og mat hér á Lífinu á Vísi.

Svona verður veðrið um páskana
Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig.

Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim
Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana.

Veglegt páskabingó Blökastsins
Drengirnir í Blökastinu halda sérstakt páskabingó klukkan 20 í kvöld með veglegum vinningum. Sýnt verður bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Helgarseðillinn: María Gomez gefur uppskrift að dýrindis páskamáltíð
María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is þar sem hún gefur gómsætar uppskriftir.