Fjárlög

Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Slakinn kærkomið tækifæri til að byggja upp innviðina
Sá slaki sem myndast hefur í hagkerfinu er kærkomið tækifæri til að byggja upp innviði. Enn vantar talsvert upp á að náð verði sama framkvæmdastigi og var fyrir hrun.

Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið.

Úr heilsugæslu í fjárlögin
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi.

Veggjöld í breyttri samgönguáætlun
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði.

Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag.

Fjárlög næsta árs samþykkt
Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði.

Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár.

Segir Fossvogskirkju stefna í gröfina sökum fjárskorts
Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir að það vanti um 500 milljónir uppá rekstur kirkjugarða hér á landi og þær 50 milljónir sem fjárlaganefnd leggur til að renni til kirkjugarðanna sé skammgóður vermir.

Tekist á um útgjaldafjárlög
Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í kvöld og var frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu.

Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda
Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar til að mæta breyttri hagspá úr 2,9 prósentum í 2,7 prósent breyta ekki þeirri mynd að fjármagn er aukið til helstu málaflokka. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar telur umræðuna um tillöguna hafa verið afvegaleidda

„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar.

Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks.

Gert ráð fyrir 300 milljónum í kostnað og ráðgjöf við þyrlukaup
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna.

Skuldir ríkisins fari undir viðmið 2019
29 milljarða króna afgangur verður af rekstri ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherra segir ríkisfjármálin standa á traustum grunni og að áfram séu skuldir greiddar niður.

Útgjöld ríkissjóðs aukast um 55 milljarða á næsta ári
Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða.

Leigja mögulega TF-SYN til útlanda
Með þessu hyggst Landhelgisgæslan bregðast við lækkun fjárheimilda.

Fjárlög gætu dregist inn í nóttina
Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, segir forseti Alþingis.

Bandormurinn samþykktur
Nokkuð hart var tekist á í umræðu um tillögu minnihlutans sem vildu að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun.

Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.