Verkfall 2016

Fréttamynd

BHM undirbýr málsókn gegn ríkinu

„Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“

Innlent
Fréttamynd

Segja lögin ekki leysa vandann

Þingflokkur Samfylkingarinnar segir gerðardómi hafa verið sett alltof ströng skilyrði til að ætla megi að úr yrði réttlát niðustaða.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum

Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara

Hjúkrunarfræðingar segja stjórnvöld senda þeim fingurinn með fyrirhugaðri lagasetningu á verkfall. Mikill fjöldi hyggst segja starfi sínu lausu. Börn og makar fylgja hjúkrunarfræðingum sem ætla að leita nýrra starfa í nágrannalöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Róstusamt í ræðustólnum

Athygli vakti að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skyldi hafa flutt frumvarp um bann á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga í stað forsætisráðherra. Frumvarpið verður að öllum líkindum afgreitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólki Landspítalans heitt í hamsi

Starfsfólk á Landspítalanum fylgdist með umræðum á Alþingi á kaffistofum spítalans og var heitt í hamsi. Mun fleiri atvik hafa komið upp á spítalanum á meðan verkfalli stóð en alla jafna. Þá urðu fjögur óvænt dauðsföll á tímabilinu. Ekki liggur fyrir hvort þau tengjast verkfallsaðgerðum og verið er að greina þau atvik sem hafa orðið vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að semjist fyrir helgina

Líklegt er að dragist fram yfir helgi að niðurstaða fáist í samningalotu Samtaka atvinnulífsins við Samiðn, Grafíu/Félag bókagerðarmanna og Félag hársnyrtisveina, segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Yfirlýst stefna félaganna var að klára samninga fyrir dagslok í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til fjármálaráðherra

Komdu sæll Bjarni. Á Alþingi fórst þú mikinn og kvartaðir sáran undan vonda fólkinu í stéttarfélögunum sem vogaði sér að nota það eina verkfæri sem það hefur í baráttu sinni fyrir bættum kjörum, verkfallsvopninu. Þú talaðir um að nú þyrfti að breyta hér

Skoðun