Kosningar 2013

Fréttamynd

Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu

Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Meiri kosningaþátttaka

Alls 786 manns höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík í gær, sem er heldur fleiri en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Helvíti hart að borga 60% í skatt

"Ég ætla ekki að kvarta undan því að borga skatt, en það er helvíti hart að 60 prósent af minni innkomu fer í skatta,“ segir hárgreiðslukonan sem Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við í Stóra málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ef ríkisstjórnin væru hjón væru þau löngu skilin - með hörmungum

"Mín skilaboð til næstu ríkisstjórnar eru að þau fari vinna eins og fyrirtæki, fara að vinna saman. Ef þau væru fyrirtæki væru þau löngu farin á hausinn. Ef þetta væri hjónaband, væru þau löngu skilin og það með hörmungum,“ segir maður sem stefndi íslenska ríkinu út af auðlegðarskattinum og hafði betur.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið

Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Kosningafundur eins og jarðarför

Arnar Gauti Sverrisson tískuráðgjafi spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni heldur áfram sem formaður

Bjarni Benediktsson ætlar að halda áfram sem formaður flokksins. Þetta tilkynnti hann á gríðarlega fjölmennum fundi með sjálfstæðismönnum í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Þar sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn væri einn flokkur með einn formann.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum miður okkar yfir þessu“

Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, sagði að það þyrfti að gefa Hildi Lilliendahl "high five með sleggju í andlitið“. Framkvæmdastjóri Pírata segist miður sín.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan er greinilega rétt að byrja

Meðfylgjandi myndir vorut teknar á Baráttugleði Samfylkingarinnar sem fram fór í Gamla bíói síðastliðinn laugardag, 6. apríl. Kynnir var Halldóra Geirharðsdóttir (og Barbara og Smári) og ræður fluttu Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Katrín Júlíusdóttir og Árni Páll Árnason. Að loknum fundinum gengu gestir upp Laugaveginn og fengu sér kaffi of vöfflur í kosningamiðstöð Samfylkingarinna í Liverpool/Dressmann-húsinu.

Lífið
Fréttamynd

Ungir sjálfstæðismenn styðja Bjarna

Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun sem stjórn SUS samþykkti í dag harma þeir það sem fram kom á RÚV í gærkvöldi um að Bjarni Benediktsson íhugi að segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent