Video kassi sport íþróttir

Fréttamynd

Meistaramörkin: Allt um Real Madrid - Dortmund

Real Madrid og Dortmund skildu jöfn, 2-2, í æsispennandi leik í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Þorsteinn Joð og gestir hans fóru vel og vandlega yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um Dortmund?

Þýsku meistarnir í Dortmund eru til alls líklegir í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í gærkvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins, 26 mínútum fyrir leikslok. Þorsteinn J fór yfir gang mála í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld þar sem að sérfræðingarnir Hjörtur Hjartarson og Reynir Leósson fóru yfir það sem hæst bar í leik Borussia Dortmund og Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt

Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart

Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára og félagar í Baywatch-myndbandi

Leikmenn Íslendingaliðsins Kristianstad í Svíþjóð gerðu þetta skemmtilega myndband í anda gömlu Baywatch-sjónvarpsþáttanna. Þar koma meðal annarra fyrir Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir.

Fótbolti
Fréttamynd

Bardagi Gunnars gegn Johnson í heild sinni á Vísi

Gunnar Nelson hóf innreið sína í UFC um helgina svo eftir var tekið í heimi bardagaíþrótta um allan heim. Gunnar vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum DaMarques Johnson og hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna. Hér má sjá bardagann í heild sinni en hann var sýndur á Stöð 2 sport í beinni útsendingu.

Sport