Icesave

Fréttamynd

Buchheit um nýju samningana - myndband

Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla.

Innlent
Fréttamynd

500 milljarðar í viðbót ef allt fer á versta veg

Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Segja Icesave-viðræðum lokið

„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fitch Ratings: Gjaldeyrishöftin áfram ef Icesave verður fellt

Eina leiðin til þess að koma á stöðugu efnahagsástandi á Íslandi er að leysa Icesave deiluna, segir Paul Rawkins, forstjóri matsfyrirtækisins Ficth Ratings, um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar. Paul segir í viðtali við fréttastofu Reuters að þá sé nauðsynlegt fyrir Ísland að leysa úr deilunni til þess að aflétta gjaldeyrishöftunum, en vonir stóðu til að aflétta þeim að hluta til á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave

„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Um hvað snýst Icesave-samningurinn?

Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það.

Innlent
Fréttamynd

Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES

Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá

"Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana.

Innlent
Fréttamynd

Fréttaskýring: Í verri stöðu ef málið tapast fyrir dómi

Hvað tekur við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest? Fari svo að þjóðin hafni Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni höfða mál gegn Íslendingum fyrir brot á EES-samningnum. Þá eru einnig líkur á því að Bretar og Hollendingar höfði mál. Óvíst er hvaða niðurstaða myndi fást úr slíkum dómsmálum og ekki víst að hún yrði hagstæðari Íslendingum en núverandi samningar. Þetta segir Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í samtali við Fréttablaðið.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli

Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um.

Innlent
Fréttamynd

Tækifæri til að kynna samninginn

Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verður samið frekar um Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Ánægðir með Ólaf

Samtök þjóðar gegn Icesave, hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnun gegn Icesave-frumvarpinu á vefsíðunni kjosum.is, fagnar ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þá eru forsetanum færðar þakkir.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur vill samþykkja samninginn

"Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara.

Innlent
Fréttamynd

Hollendingar: Tími samninga er liðinn

Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar

Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing forsetans í heild

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar.

Innlent
Fréttamynd

Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni

Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hvert fóru Icesave-peningarnir?

Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icesave-deiluna þarf að leysa

Öll aðildarríki EES-samningsins þurfa að standa við skuldbindingar sínar og það er engin spurning að Icesave-deiluna þarf að leysa, segir sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi. Ungverjar fara með formennsku í ESB um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn fær 38 þúsund undirskriftir á morgun

Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann.

Innlent
Fréttamynd

Lögin óvenjulega fljótt til Bessastaða

Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari.

Innlent
Fréttamynd

Icesave afgreitt með öruggum meirihluta

Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30.

Innlent