Viðskipti innlent

Ólafur Ragnar segir óljóst hvort Íslendingar skuldi Icesave

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að það sé óljóst hvort Íslendingar skuldi Bretum og Hollendingum 5 milljarða dollara sem greiða eigi samkvæmt Icesave samkomulaginu.

Ólafur Ragnar segir að þetta sé óljóst þar sem deilan milli þjóðanna sé lagalega óljós.

Þetta kom fram í viðtali sem sjónvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar átti við forsetann í dag. Þar var rætt við forsetann um stöðuna í Icesave málinu eftir að hann ákvað að vísa nýjasta Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×