Skroll-Lífið

Fréttamynd

Garðar Thor og félagar á æfingu

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Garðar Thór Cortes, Garðar Cortes og Valgerður Guðna komu saman í gær til að byrja að æfa fyrir Nýárstónleika Garðars Thórs í Grafarvogskirkju þann 30. desember næstkomandi og í Hofi þann 5. janúar. Friðrik Karlsson og Óskar Einarsson sem stýra tónlistinni en þeir voru mættir á æfinguna til að aðstoða söngvarana.

Lífið
Fréttamynd

Eldheitt Eldhúspartí hjá FM957

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eldhúspartí útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fór fram á Austur á dögunum. Fullt var út úr dyrum og allir skemmtu sér konunglega.

Lífið
Fréttamynd

Þessar kökur eru náttúrulega bara snilld

Kökukeppni var haldin í Smáralind dagana 17. og 18. nóvember á vegum Eddu útgáfu og Hagkaups. Alls voru 36 Disney-kökur sendar inn í keppnina sem allar eru stórglæsilegar eins og sjá má á myndunum. Vinningshafinn verður kynntur á morgun þriðjudag en keppnin er hörð og eflaust erfitt fyrir dómnefnd að gera upp á milli.

Lífið
Fréttamynd

Troðfullt á Twilight frumsýningu

Bíómyndin Twilight Saga: Breaking Dawn – annar hluti var frumsýndur í öllum Sambíóunum í gærkvöldi. Þéttsetið var á öllum sýningunum. Lífið kíkti í Sambíó í Kringlunni og myndaði nokkra bíógesti sem nánast allir voru unglingsstúlkur.

Lífið
Fréttamynd

Konur eiga orðið - ó já

Útgáfugleði Konur eiga orðið 2013 var haldið í gær í Bókabúð Máls og menningar. Það var mikil gleði og gaman – fullt hús af hressum konum og hljómsveitin Dúkkulísurnar héldu uppi stemningunni af miklum krafti.

Lífið
Fréttamynd

Klárar konur fá heiðursveðlaun

Heiðursverðlaun Baileys voru veitt við glæsilega athöfn á Kjarvalsstöðum í gærkvöld en þá voru þær Jóhanna Methúsalemsdóttir, Sara Riel og Andrea Maack heiðraðar fyrir störf sín. Eins og sjá má var gleðin við völd.

Lífið
Fréttamynd

Húrrandi gleði í Hafnarfirði

Nítján ára afmæli skartgripaverslunar Siggu og Timo í Hafnarfirði var fangað á dögunum. Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd og fjölmennt í afmælinu.

Lífið
Fréttamynd

Frægir mættu í konfektboð Nóa Sírius

Það má segja að jólaundirbúningnum hafi verið ýtt úr vör í vikunni á umhverfisvæna veitingahúsinu Nauthól þegar helstu súkkulaðiunnendur landsins söfnuðust saman í konfektboði Nóa Síríus.

Lífið
Fréttamynd

Þarna var stuð

Útgáfu bókarinnar Mitt eigið Harmagedón eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur var fagnað nú á dögunum en hér er um að ræða einstaka og einlæga sögu að ræða þar sem tveir heimar takast á. Eins og sjá má var gleðin við völd í útgáfuhófinu. Salka bókaútgáfa gefur bókina út.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta umhverfisvæna veitingahúsið á Íslandi

Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól í dag þegar veitingahúsið fékk afhenta umhverfisvottunina Svaninn. Veitingahúsið er það fyrsta á Íslandi sem fær slíka vottun. Nauthóll þurfti að gangast undir strangt ferli og uppfylla marga þætti til að öðlast vottun norræna Svansmerkisins.

Lífið
Fréttamynd

Sungu fyrir Bó

Prufur fyrir Jólastjörnuna 2012 voru haldnar á Hótel Hilton Nordica og má segja að dómnefndin standi frammi fyrir erfiðu vali. Keppendurnir tíu sem mættu í prufurnar voru valdir úr 500 innsendum myndböndum og voru allir mjög frambærilegir söngvarar og hver öðrum betri.

Tónlist
Fréttamynd

Sumir eru í betra formi en aðrir

Ifitness.is og Magnús Samúelsson halda pósunámskeið tvisvar á ári fyrir keppendur í vaxtarrækt, fitness og módelfitness. Að þessu sinni tóku tæplega 50 manns þátt sem er mettþátttaka. Í tilefni af því að einungist vika er í bikarmót IFBB sem haldið verður í Háskólabíó 16.-17. nóvember var haldin nokkurs konar general prufa þar sem líkt var eftir stemningunni sem myndasat á sviðinu í keppni. Alls mættu keppendur með hárið uppsett, förðun og keppnislit (brúnkukrem).

Lífið
Fréttamynd

Baksviðs með Rebel

Meðfylgjandi myndir voru teknar rétt áður en danshópurinn Rebel mætti í sjónvarpsþáttinn Dans dans dans þáttinn á föstudagskvöldið. Danshópurinn fór ekki áfram en ekki er öll von úti enn. Nokkur sæti eru eftir í pottinum. Sólveig Birna, Friðrika Edda og Rebekka ýr förðuðu dansarana í Air brush & make up school NYX cosmetics í Bæjarlind.

Lífið
Fréttamynd

Uppseld í útgáfuhófi

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteiti fyrir Gleðigjafa, bók sem inniheldur tæplega 30 frásagnir foreldra barna sem eru einstök á einhvern hátt. Um 200 manns mættu sem er met hjá Eymundsson. Bókin seldist upp í útgáfuhófinu sem er einsdæmi.

Menning
Fréttamynd

Innlit til Egils Ólafs

Sindri Sindrason bankaði upp á hjá Agli Ólafssyni tónlistarmanni, sem býr í fallegu, gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur, í sjónvarpsþættinum Heimsókn sem er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldum. Fjölskylda Egils flutti í húsið fyrir rúmum þrjátíu árum en þá átti að rífa það enda talið ónýtt. Sem betur fer var það ekki gert enda meðal fallegustu húsa í bænum.

Lífið
Fréttamynd

Töff tískulið á tískusýningu

Það var margt manninn á tískusýningu Ýrar Þrastardóttur fatahönnuðar og skartgripahönnuðarins Orra Finnbogasonar á Kexi hosteli á fimmtudagskvöldið. Tískuspekúlantar fjölmenntu til að berja fatnaðinn og fylgihlutina augum og flestum virtist líka vel.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eftirminnilegt eftirpartý

Friðrik Ómar sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu í ár. Af því tilefni hélt hann einstaklega vel heppnaða útgáfutónleika í Norðurljósum í Hörpu í gærkvöldi. Mörg þekkt andlit nutu tónlistarinnar eins og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Yesmine Olsson, Á allra vörum konurnar Elísabet Sveinsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir, Matthías Matthíasson, Magni, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Regína Ósk, Jógvan Hansen og fleiri. Eftir tónleikana hélt Friðrik Ómar eftirminnilegt eftirpartý þar sem hann fagnaði með vinum og vandamönnum. Meðfylgjandi má skoða myndir sem teknar voru þar.

Lífið
Fréttamynd

Þarna var fjör - ó já

Lifandi markaður opnaði formlega glæsilegan matsölustað og verslun í Fákafeni í Reykjavík í vikunni. Margt var um manninn sem gæddi sér á heilsusamlegum veitingum. Andinn var góður enda ekki vð öðru að búast í kringum alla hollustuna.

Lífið
Fréttamynd

Glænýtt tímarit sem lofar góðu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuhófi VOLG tímaritsins sem Hildur Sif Kristborgardóttir ritstýrir. Stílisti blaðsins er Sara María Júlíudóttir og ljósmyndari Ásta Kristjánsdóttir. Eins og sjá má var frábær stemning eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir tók.

Lífið
Fréttamynd

Stuð í Snúrunni á Snorrabraut

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar ný verslun sem ber heitið Snúran var opnuð á Snorrabraut. Eins og sjá má var gleðin við völd og sæt stemning.

Lífið
Fréttamynd

Svaka partý þrátt fyrir óveður

Stuðningsmenn Valgerðar Bjarnadóttur komu saman á föstudaginn var til að fagna upphafi prófkjörsbaráttu hennar. Valgerður hefur setið á þingi eitt kjörtímabil og gefur nú kost á sér til að leiða annan lista Samfylkingarinnar í ReykjavíkÞað var ekki hlaupið að því að mæta til baráttuveilsu á föstudag, því veðrið var gífurlega vont og særokið við Sæbrautina engu líkt. Stuðningsmenn Valgerðar létu það þó ekki á sig fá þó marga þeirra þyrfti hreinlega að styðja inn, í rokinu á Skúlagötunni en inni var logn og blíða og gleðin ein eins og sjá má á myndunum.

Lífið
Fréttamynd

Sjáðu nýju fatalínu Kardashian systra

Ný fatalína frá Kardashian systrum hefur nú litið dagsins ljós. Systurnar eru byrjaðar í samstarfi við Dorothy Perkins og ætla að dressa um konur vestan hafs fyrir jólin. Meðfylgjandi má sjá brot af nýju línunni þeirra.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Katrín geislar með tvíburana

Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardaginn var þegar Katrín Júlíusdóttir bauð uppá vöfflur og kaffi í kosningamiðstöð sinni að Nýbýlavegi 24. Tilefnið var flokksval Samfylkingarinnar sem verður 9.-10.nóvember næstkomandi en Katrín sækist eftir 1.sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Eins og sjá má mætti fjöldi manns og Katrín var í essinu sínu, geislandi með eiginmanninum Bjarna og tvíburunum þeirra.

Lífið