Skroll-Lífið

Fréttamynd

Þvílíkt drama út af flegnum bol - myndband

Þegar við spurðum Óla Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland, nánar út í flegna bolinn sem hann klæddist á Nasa í gær brugðust félagar hans, Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson, illa við. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðkvæma unga karlmenn æsa sig yfir saklausri spurningu út í klæðaburð.

Lífið
Fréttamynd

Slær í gegn stífmálaður í framan - myndir/myndband

Við kíktum á útgáfutónleika Haffa Haff sem fram fóru á Nasa í gær þar sem gríðarlega góð stemning var á meðal unga fólksins. Um var að ræða tónleikaröð Haffa sem hófst með fjölskylduskemmtun klukkan 17:00 þar sem frítt var inn fyrir börn yngri en 13 ára og foreldra þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hvítur, svartur og heltanaður - myndband

„Við erum að sjá um útgáfutónleikana hans Haffa Haff á Nasa. Þrennir tónleikar í kvöld," sögðu tónlistarmennirnir Arnar Már Friðriksson og Birgir Sævarsson, sem vöktu fyrst athygli í þættinum Bandið hans Bubba og plötusnúðurinn Óli Geir Jónsson sem var Herra Ísland í stutta stund árið 2005. Þá spjöllum við um húðlitinn á þeim á léttum n ótum að sama skapi í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Þessi stelpa kann að taka armbeygjur - myndband

„Mataræðið skiptir 50% máli í að standa sig vel. Andlega hliðin er náttúrulega mjög mikilvæg..." sagði Annie Mist Þórisdóttir Crossfit meistari meðal annars eftir að hún tók nokkrar armbeygjur fyrir okkur.

Lífið
Fréttamynd

Lykill að lífshamingju - myndband

„Ég myndi segja að það væri einlægni," svaraði Guðni Gunnarsson þegar við spurðum hann hver er lykillinn að lífshamingju? „Þú verður að öðlast heimild það er að segja þú veðrur að læra að segja satt svo þú getir verið í kyrrð með sjálfum þér.Og ef þú öðlast heimild þá getur þú öðlast velsæld." „Þú getur laðað að þér peninga og fjármagn og tækifæri en ef þú hefur ekki heimild í eigin hjarta þá getur þú ekki haldið því þess vegna er einlægni lykillinn." Sjá nánar Ropeyogasetrid.is. http://www.ropeyogasetrid.is/

Lífið
Fréttamynd

Viltu fjölskyldu eða vera hommi? - myndband

Við notuðum tækifærði í afmæli Sigríðar Klingenberg og spurðum Guðberg Garðarsson eða Begga eins og hann er kallaður um stráka sem eru gagnkynhneigðir (straight) og velja að verða samkynhneigðir (gay)? Sko strákarnir sem eru straight þeir eru velkominr í okkar gayheim skilurðu!" Ég veit um einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, sex, sjö sem fengu að velja. Viltu familíu eða gay (?) og þeir völdu gay," útskýrir Beggi. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið efst í fréttinni .

Lífið
Fréttamynd

Gáfuleg sjónvarpsstjarna - myndband

„Það er ógáfulegt að reyna að vera gáfulegur, reyndar jafnvel ógæfulegt," segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir annar stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag spurð hvort hún reyni að vera gáfuleg í sjónvarpinu. „Meira að segja leikskólabörn sjá í gegnum slíkt. Í sjónvarpi eins og annarsstaðar er best að vera maður sjálfur. Svo fær maður oft skemmtilegustu svörin við ógáfulegum spurningum," segir hún. „Afmælið hennar Siggu var stórkostlegt. Hef sjaldan séð litríkari afmælisveislu. Lét Gay Pride líta út eins og skrúðgöngu bankamanna í samanburðinum. Fyrir utan afmælisbarnið sjálft, sem toppaði meira að segja sjálfa sig í klæðaburði, eru átján sentimetra hælar Díönu Ómel eftirminnilegastir. Ég er ennþá með hálsríg eftir að hafa talað við hann." Hvenær fáum við að sjá innslagið úr afmælinu hennar Siggu á Stöð2? „Innslagið verður sýnt annað kvöld. Get alveg lofað stuði, enda ekki á hverjum degi sem maður sér tveggja metra klæðskiptinga, dansandi engla og súlustelpur á ljósastaurum á einum og sama staðnum."

Lífið
Fréttamynd

Sumir voru pirraðir - myndband

Eins og myndskeiðið sýnir ákvað ónefndur klæðskiptingur sem kallar sig Hákon Hildibrand dragdrottning skyndilega að hætta að spjalla við okkur í miðju viðtali.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hinsegin var 130 kg - myndband

„Já ég var tæplega 130 kíló. Í dag er ég eitthvað um 86 kíló," viðurkenndi nýkjörinn Herra Hinsegin, Vilhjálm Þór Davíðsson, frá Ólafsfirði, þegar við spjölluðum við hann í gær. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var rúmlega sautján ára að þetta væri ekki líf sem ég ætlaði að fara í," sagði Villi. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Villa.

Lífið
Fréttamynd

Pacas kemur til bjargar - myndband

Í stórafmæli Sigríðar Klingenberg í Nauthólsvík í gærkvöldi urðum við vitni að góðmennsku Pacas þegar hann náði að halda upp klæðskipting sem missteig sig eitthvað í miðjum dansi. Fjöldi klæðskiptinga dansaði eins og myndbandið sýnir fyrir fjölda gesta sem saman voru komnir til að fagna með Sigríði og vinum hennar og fjölskyldu. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið efst í fréttinni ef þú vilt sjá Pacas og umræddan klæðskipting sem leiðist ekki dansinn.

Lífið
Fréttamynd

Óþekk jólasveinastelpa - myndband

„Dráttasníkir!" svaraði Díana Ómel Svavars eins og ekkert væri eðlilegra í gær þegar við spurðum hana út í jólasveinabúninginn sem hún klæddist í 50 ára afmæli Sigríðar Klingenberg. „Svo vil ég endilega senda kveðju til Völu vinkonu upp á sjúkrahúsi..." bætti hún við. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Díönu.

Lífið
Fréttamynd

Húðflúrin á Haffa Haff - myndband

Við spurðum tónlistarmanninn Haffa Haff út í húðflúrin sem hann hefur látið setja á líkama sínn í afmælisveislu Sigríðar Klingenberg í gærkvöldi. „Ég gerði þetta í Seattle 2008. Mig langaði að hafa eitthvað jákvætt á líkamanum," sagði Haffi meðal annars í myndskeiðinu. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Haffa.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert mál að koma út úr skápnum - myndband

„Þetta var ekkert mál. Ég held að allir hafi vitað þetta," sagði Daníel Óliver meðal annars í dag þegar við spurðum hann út í kynhneigð hans. „Ég er söngvari og ég var að gefa út nýtt lag. Það heitir Sumardjamm."

Lífið
Fréttamynd

Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband

„Jaaa það er alltaf hægt að ná sér í smá aur. Það þarf enginn að skammast sín fyrir það,“ sagði Valli Sport meðal annars hvort hann væri blankur í samtali okkar við haan og Sigurð Hlöðversson en þeir spila á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi í kvöld. Þeir sem vilja verða fyrstir til að eignast diskinn Meira Veistu hver ég var með Sigga Hlö geta smellt á þennan link og jafnvel eignast hann ókeypis: http://pipar-tbwa.is/ftpcontent/spot/

Lífið
Fréttamynd

Fegin að vera laus við karlana - myndband

„Mér finnst við eiga þetta skilið á hverju kvöldi. Dekur og lausar við þessa karla," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir nýjasti liðsmaður FM 957 þegar við spjölluðum við hana í gærkvöldi á veitingastaðnum Silfur. Um var að ræða eftirpartý Sex and the City ll frumsýningarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Einlægni er sexí - myndband

„Besta pikköpplínan mín er mjög simple..." sagði fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Þorbjörg Marinósdóttir eða Tobba eins og hún er kölluð þegar við hittum hana í eftirpartý sem haldið var á veitingahúsinu Silfur í gærkvöldi eftri frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll. Tobba gaf nýverið út skáldsöguna Makalaus. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Tobbu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Viltu syngja til að hressa okkur við? - myndband

„Syngja bara hérna á planinu?" spurði Friðrik Ómar áður hann að söng fyrir okkur á miðri götu í Osló. Í myndskeiðinu syngur hann fyrir okkur bút úr laginu This is my life sem hann ásamt Regínu Ósk, sungu fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Hæ ég heiti Lena - myndband

„Halló ég heiti Lena, ég er nítján ára og er frá Hannover og ég sigraði Eurovisionkeppnina í dag,“ sagði Lena Mayer á þýsku í byrjun blaðamannafundarins sem haldinn eftir keppnina í Telenor höllinni í gærkvöldi. Þar má sjá óteljandi ljósmyndara mynda þýsku sigurvegarann.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Þjóðverjar fagna - myndband

Í myndskeiðinu má sjá þýsku 19 ára gömlu Lenu Meyer-Landrut sem sigraði Eurovision keppnina í gærkvöldi fagna með fylgdarliði sínu á blaðamannafundinum sem haldinn var strax að lokinni keppni. Sjá flutning Lenu á sigurlaginu Satellite í Telenor höllinni.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Auðvitað voru þetta vonbrigði - myndband

„Auðvitað voru þetta vonbrigði en það var samt gleði að hafa komist í úrslitin. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að komast í úrslitin," svaraði hann. Hvar eru krakkarnir núna? „Krakkarnir eru upp á herbergjunum sínum. Þau taka þessu eins og alvöru keppnisfólk. Ná þau að höndla ósigurinn? „Já þau ná því alveg," sagði hann áður en hann fór upp á hótelherbergi útkeyrður eftir tveggja vikna dvöl í Osló. Hópurinn flýgur heim til Íslands á morgun. Sjá Lenu fagna í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Við erum í þvílíku hamingjukasti - myndband

Við hittum framkvæmdastjóra íslenska Eurovisionhópsins, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, systur Heru Bjarkar, eftir æfinguna í dag. „Við erum í þvílíku hamingjukasti hérna," sagði hún ánægð með lokaæfinguna í dag og þakkaði Írisi í Liber, Kolbrúnu í Kow og stelpunum í Kron Kron fyrir ómetanlega aðstoð. „Þetta gefur okkur svakalega mikið," sagði hún.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu - myndband

„Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu," sagði Örlygur Smári sem er höfundur lagsins Je ne sais quoi ásamt Heru, þegar við hittum hann eftir lokaæfinguna sem fram fór fyrr í dag. Íslenski hópurinn er í þessum töluðu orðum á leiðinni í Telenor höllina í Osló eftir að hafa hvílt sig. Eftir tæpa tvo klukkutíma rennur stóra stundin upp.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Friðrik Ómar í Osló - myndband

„Ég vona náttúrulega að við vinnum. Engin spurning," segir Friðrik Ómar söngvari þegar við hittum hann í Osló í dag. Eurobandið, þau Friðrik Ómar og Regína Ósk, sungu fyrir fullu húsi í gærkvöldi á næturklúbbnum Latter í miðborg Oslóar Við spurðum hann út í tónleikana og sigurvissa Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Bosnia Herzegovina sendir Íslendingum kveðju

Vukasin Brajic, söngvarinn sem flytur framlag Bosniu Herzegovinu, Thunder and lightning, sem sjá má hér (Youtube) var áberandi afslappaður þegar við hittum hann í dag. Vukasin sendir Íslendingum kveðju eins og sjá má í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Greinilega ekkert stressuð - myndband

Íslenski Eurovision hópurinn sem staddur er í Osló er greinilega afslappaður þrátt fyrir þá staðreynd að stóra stundin rennur upp í kvöld. Þegar við mynduðum þau yfirgefa rútuna fyrir utan hótelið þeirra fyrir tæpri stundu voru þau skellihlæjandi eins og sjá má í myndskeiðinu.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision: Lokaæfingin gekk vel - myndband

Myndskeiðið var tekið fyrir 30 mínútum af íslenska Eurovisionhópnum fyrir utan hótelið sem þau dvelja á í Osló. Nú tekur klukkutíma hvíld við áður en þau leggja aftur af stað í rútu í Telenor höllina þar sem keppnin fer fram. Sjá má að vel liggur á mannskapnum.

Lífið