Rannsóknarskýrsla Alþingis

Fréttamynd

Rannsóknarnefnd skoðar bankana

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar, staðfesti Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður í samtali við Fréttablaðið 11. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu

Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðherra kynnti frumvarp um rýmri heimildir til eignakyrrsetningar

Skattrannsóknarstjóra verður heimilt að krefjast kyrrsetningar á eignum í málum sem hann rannsakar ef hætta þykir á að eignum verði skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, samkvæmt nýju frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Óskiljanlegt að verja lögbrot

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld brugðist algjörlega.

Innlent
Fréttamynd

Hvíta bókin

Fólkið í landinu þarf að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á því, níu mánuðum eftir hrun, að ábyrgðarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Þeir hafa nú haft níu mánuði í boði yfirvalda til að koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa verið kvaddir til skýrslutöku, það er allt og sumt. Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff, sem játaði sök fyrir sex mánuðum og reyndist hafa hlunnfarið viðskiptavini sína um sömu fjárhæð og íslenzku bankarnir, eða rösklega 60 milljarða Bandaríkjadala, hefur nú fengið 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virðist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öðru undir áleitnar grunsemdir um, að yfirvöldin standi í reyndinni að einhverju leyti með meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dæmi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrrum seðlabankastjórar hafa verið yfirheyrðir

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tekið formlegar skýrslur af 26 einstaklingum. Þar á meðal eru ráðherrar, fyrrverandi og núverandi, fyrrverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrrverandi bankastjórar, starfsmenn úr stjórnsýslunni og bönkunum og sjálfstæðir sérfræðingar sem unnið hafa á vegum þessara aðila. Þetta kemur fram á vef rannsóknarnefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður Benediktsdóttir ekki vanhæf

Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Benediktsdóttir, samstarfskona þeirra í Rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki vanhæf vegna ummæla sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News þann 31. mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hart var lagt að mér að hætta

„Ég staðfesti orð Jóns [Daníelssonar hagfræðings] um að það hafi verið lagt hart að mér að segja af mér," segir Sigríður Benediktsdóttir, nefndarmaður í rannsóknarnefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Koma Sigríði Benediktsdóttur til varnar

Alþingi hefur nú til umfjöllunar beiðni um að Sigríður Benediktsdóttir hætti í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið vegna ummæla hennar í skólablaði Yale háskóla. Fjórir íslenskir hagfræðingar telja að brottvikning hennar myndi skaða starf nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Almenn almælt tíðindi eða grundvöllur vanhæfis?

Fyrir nokkru barst rannsóknarnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benediktsdóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegrar græðgi margra“ og að þær stofnanir sem áttu að setja reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi“.

Skoðun
Fréttamynd

Rannsóknin tíu mánaða spretthlaup

Þeir tíu mánuðir sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk til að ljúka rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna eru hálfnaðir. Formaður nefndarinnar segir vinnuna minna á tíu mánaða spretthlaup.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna vill aflétta trúnaði af skýrslu um bankahrunið

Forsætisráðherra vill láta kanna hvort ekki verði hægt að aflétta trúnaði af gögnum Rannsóknarnefndar Alþingis um atburðarrásina í kringum bankahrunið í október. Utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði um gögnin í morgun en Siv Friðleifsdóttir segist vera slegin yfir þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Innlent
Fréttamynd

Ævintýraleg samskipti við Breta vegna Icesave

Atburðarrásin í kringum samskipti breskra og íslenskra stjórnvalda vegna Icesave málsins voru með ævintýralegum hætti segir Siv Friðleifsdóttir. Utanríkisnefnd Alþingis fjallaði í morgun um trúnaðargögn sem varðar Icesave deilurnar.

Innlent
Fréttamynd

Átak til að rannsaka hugsanleg skattalagabrot

Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess.

Innlent
Fréttamynd

Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn

Þann 7.apríl sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að FL Group hefði styrkt Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna, aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem var nokkuð klaufaleg fyrir flokkinn og tímasetningin var ekki sem best, þar sem einungis átján dagar voru í kosningar. Framkvæmdarstjóri flokksins sagði af sér og formaður flokksins tilkynnti síðar að styrkurinn yrði endurgreiddur, auk 25 milljóna króna styrks sem flokkurinn fékk frá Landsbankanum. Fyrrverandi formaður flokksins tók á sig alla ábyrgð, en ýmsir þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, blönduðustu í málið. Hér að neðan má sjá samantekt af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakar styrki til flokka

Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Fáir fengu þúsundir milljarða

Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildar­útlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildar­eignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var. Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin: 100 stærstu viðskiptavinir með helming lánanna

Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frysting eigna

Sléttir fjórir mánuðir eru frá því bankarnir hrundu og enn hafa engar ákærur litið dagsins ljós. Hætta er á að búið sé að skjóta undan ávinningi brota þegar rannsókn tekur langan tíma, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Rannsóknarnefnd um bankahrunið er enn að safna gögnum og verið er að tengja tölvur hjá embætti sérstaks saksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin tekin til starfa

Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna og tengda atburði hefur tekið til starfa. Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu sem nefndin hélt í dag kom fram að nefndin hefur þegar fundað með fulltrúum í fjármálalífinu á borð við skilanefndir bankanna, forsvarsmenn Kauphallar, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um rannsóknarnefnd Alþingis

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, mælti í morgun fyrir frumvarpi um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna. Frumvarpið er lagt fram af forseta Alþingis og formönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga þar sæti.

Innlent