Samgöngur

Fréttamynd

Um­ferð á hring­veginum aldrei verið meiri

Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.

Innlent
Fréttamynd

Líta aksturinn alvarlegum augum

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Innlent
Fréttamynd

Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu

Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna

Inn­viða­ráð­herra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vest­fjörðum. Þó sé gert ráð fyrir tölu­verðri upp­byggingu í lands­hlutanum í nú­verandi sam­göngu­á­ætlun. Mikla upp­byggingu á Suður­landi í saman­burði við aðra lands­hluta líkt og Vestur­land megi skýra með því að fjár­magni hafi verið for­gangs­raðað eftir um­ferðar­þunga.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Land Cru­iser frum­sýndur

Ný kynslóð hins sögufræga Land Cruiser, Land Cruiser 250, var frumsýnd í Japan í nótt og mun á næsta ári leysa Land Cruiser 150 af hólmi. Bíllinn er væntanlegur til landsins um mitt ár 2024.

Samstarf
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Öku­menn beri ábyrgðina

Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri.

Innlent
Fréttamynd

„Bíl­stjórarnir sjálfir orðið fyrir tekju­missi“

Fram­kvæmda­stjóri Hopp Leigu­bíla fagnar niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins sem telur Hreyfli hafa verið ó­heimilt að heimila ekki bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigu­bílum. Fram­kvæmda­stjórinn segir bæði Hopp og leigu­bíl­stjóra hafa orðið fyrir tekju­missi vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreyfli ekki heimilt að banna bíl­stjórum að aka fyrir Hopp

Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent
Fréttamynd

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­gatan þurfi ekki alltaf að vera göngu­gata

Lokunartími göngugötunnar á Akureyri hefur aukist síðustu ár. Forseti bæjarstjórnar segir það ekki nauðsynlegt að loka fyrir umferð allan ársins hring enda séu gangandi vegfarendur í fullum rétti allan ársins hring.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn

Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Innlent