Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar 25. júní 2025 12:30 Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun