Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Leigubílar Alþingi Samgöngur Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun