Bergsteinn Sigurðsson

Fréttamynd

Vel flutt

Stundum er sagt að stjórnmál séu list hins mögulega. Að sama skapi eru flutningar list hins flytjanlega. Hryggjarstykkið í flutningum er vitaskuld flutningsteymið. Mundu að sama hversu stóra hönk þú átt upp í bakið á vinum þínum munu þeir ósjálfrátt leiða

Bakþankar
Fréttamynd

Sjónarhornið úr sollinum

Undanfarinn áratug eða svo hefur póstnúmerið alræmda hundrað og einn verið minn heimavöllur. Síðastliðinn þrjú ár hef ég meira að segja búið í sjálfu hjarta sollsins: Hverfisgötu. Samkvæmt vinsælli forskrift ætti ég því væntanlega að vera ullardúðuð listaspíra á styrkjum (lesist bótum), sem sökum lattéþambs og hugvísindamenntunar hefur bjagað skynbragð á nýtingu náttúruauðlinda og efnahagsstjórn. Að viðbættri nálægðinni við Hverfisgötu má að auki teljast líklegt að ég stundi vændi til að fjármagna fíkn mína í morfínlyf.

Bakþankar
Fréttamynd

Siðlegt en löglaust

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur legið undir ámæli eftir að Hæstiréttur ógilti ákvörðun hennar um að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Viðbrögð Svandísar og samherja hennar hafa verið á þá leið að

Bakþankar
Fréttamynd

Í háskólanum

Eftir um það bil sjö ára hlé er ég byrjaður aftur í háskóla. Sem er indælt. Það er gaman í tímum og kaffið á Háskólatorgi ódýrt. Einn ókosturinn við vorönnina er hins ve

Bakþankar
Fréttamynd

Að halla réttu máli

Það þarf ekki hallamál til að sjá hversu skökk umræðan hefur verið um tæplega fjögurra ára gamlan pistil Höllu Gunnarsdóttur um

Bakþankar
Fréttamynd

Runk hugarfars

Stærsta vandamál Íslendinga er án nokkurs vafa yfirþyrmandi skortur á auðmýkt og sjálfsgagnrýni. Betur og betur er að koma í ljós að Íslendingar eru ótrúlega sjálfhverfar smásálir, sem eru ófærar um að líta í eigin barm. Ein ógeðslegasta birtingarmynd

Bakþankar
Fréttamynd

Annað herbergi í sama húsi

Um helgina horfði ég á son minn spila fótbolta í Keflavík. Að mótinu loknu þurftum við að endasendast í Vesturbæinn. Ferðin tók 42 mínútur á löglegum hámarkshraða. Í kjölfarið fór ég að hugsa: til hvers í ósköpunum erum við með flugvöll í Reykjavík þegar það er annar flugvöllur í 40 mínútna fjarlægð?

Bakþankar
Fréttamynd

Gnarrzenegger

Eitt af öndvegisverkum kvikmyndasögunnar komst óvænt í Kastljósið á mánudagskvöld, þegar Jón Gnarr líkti sér við óvættinn úr kvikmyndinni Pretador. Della, sagði Brynja Þorgeirsdóttir, en dokum við – þegar betur er að gáð reynist þessi líking hafa heilmikið kjöt á beinunum. Fyrir utan það að borgarstjórinn misskilur hlutverk sitt innan hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Menningararður

Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur.

Bakþankar
Fréttamynd

Á hærra plani

Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinir dómbæru

Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Í Bóksölunni

Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin forboðna léttúðardós

Yfirvöldum hefur ætíð verið umhugað um að þegnar þeirra sýni aðhald þegar holdið er annars vegar. Mig minnir að í Grágás megi finna klausu í þá veru að enginn skuli láta saurgast af eigin höndum, ferfættu kvikindi eða boruðu tré. Sjálfsfróun þykir ekki tiltökumál í dag og illu heilli berast af og til fréttir af níðingum sem svala fýsnum sínum á saklausum

Bakþankar
Fréttamynd

Molar um málfar og minni

Málfarsráðunautur RÚV skrifaði umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann gagnrýndi skort á umburðarlyndi og þröngsýni í umræðu um íslenskt mál. Að hans mati er málumvöndun til marks um staðnaðan hugsunarhátt og vinnur gegn markmiðum um bætta

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumót við heiminn

Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna

Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking

Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.