Hvalveiðar

Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt
Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust.

Ítarleg skýrsla á borði ráðherra
Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða.

Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin
Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum.

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS.

Mikið högg fyrir nærsamfélagið
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið.

Engar hvalveiðar Hvals í sumar
Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf.
Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar.

Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð
Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti.

Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar
Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi.

Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku.

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur.

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Núverandi loðnuvertíð er ein sú versta í sögunni og sú stysta í sögu landsins. Hvarf litla, silfurlitaða fisksins hefur ekki einungis áhrif á sjávarútveginn, heldur einnig á lundastofninn sem er í útrýmingarhættu, þorskstofninn, sem og allt vistkerfi sjávar. Ástæðurnar eru ýmsar - allt frá loftslagsbreytingum til ofveiði.

Vilja hvalkjöt af matseðlinum
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum.

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Á þrettándanum 6. janúar síðastliðinn janúar, daginn sem huldufólk heldur til fjalla, hætti Bjarni Benediktsson loks í stjórnmálum. Hann sá vissulega til þess að skilja eftir sig sviðna jörð með að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa.

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Reglugerð um hreinlæti við verkun virt að vettugi í 8 ár – Líka brot á EES-samningi:2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram úti, undir berum himni.

Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður!
Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð.

Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum?
Ný ríkisstjórn hefur birt þingmálaskrá sína fyrir komandi þing, og þrátt fyrir yfir hundrað mál þá er ekki eitt sem snýst um hvali og hvalveiðar. Er þetta enn eitt „þagnarbindindið"? Enn ein umferð af því að hunsa vandann þar til það er of seint að bregðast við?

Hvalveiðilögin barn síns tíma
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál.

Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína.

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt
Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.

Dæmalaus málflutningur
Með ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og matvælaráðherra, um að afgreiða umsóknir um hvalveiðileyfi fyrr í þessum mánuði var ekki tekin stefnumótandi ákvörðun heldur einungis framfylgt gildandi lögum. Með öðrum orðum var um að ræða ákvörðun í fullu samræmi við það hlutverk starfsstjórna að sinna þeim verkefnum sem þurfi að sinna. Eitt af því er að umsóknir séu afgreiddar af stjórnsýslunni.

Dæmalaust mál
„Einnig set ég í viðhengi reglugerðina nr. 489 frá 28 maí 2009 en þar set ég fram breytingar þær sem ég fer fram á að gerðar verði með rauðu,“ skrifaði forstjóri Hvals hf í tölvupósti til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra þann 15. maí 2018. Ráðherrann brást skjótt við og undirritaði aðeins tíu dögum síðar breytingu á reglugerð þar sem farið var að öllu að kröfum forstjórans og ákvæði sem gerði honum skylt að verka langreyðar undir þaki var fellt á brott.

Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði
Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða.

„Ég tek bara ekkert mark á því“
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni.

„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“
Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana.

Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið
„Þetta slær mig alveg hrikalega illa ef þetta er satt. Þetta er alveg með ólíkindum ef satt er. Vörn Bjarna byggðist öll á því þegar hann var gagnrýndur í fjölmiðlum að þetta væri allt hefðbundið, þetta væri bara það sama, þetta væri augljóst og hefði alltaf gerst hvort sem var.“

Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt
Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu.

Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan
Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði.

Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum
Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Dýravelferð dýranna
Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt.