Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar 13. mars 2025 12:00 Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun