Gunnar Hersveinn

Fréttamynd

Jöfn vernd fyrir öll börn í ver­öldinni

Dagarnir 8. og 9. maí eru minningardagar stríðsloka árið 1945. Markmiðið er að heiðra minningu allra sem töpuðu lífinu í hildarleiknum. Einnig að finna leiðir til að hatrið, hrokinn og heimskan verði ekki aftur ríkjandi. Við megum ekki láta bugast, við megum ekki gefast upp. Mótmælum illskunni!

Skoðun
Fréttamynd

Takk fyrir að hjálpa Yazan!

Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð.

Skoðun
Fréttamynd

And­lit Ís­lands birtist 25. júní

"Allt hefur svip, andlitsfall og ímynd. Forseti Íslands er eitt af mörgum andlitum Íslands.“ Andlit Ísland sem skiptist í marga þætti, einn þeirra er náttúran. Stórbrotið andlit hennar er meðal annars sett saman úr margskonar múlum; hamramúli, fjarðarmúli; einnig klettahyrnu,

Skoðun
Fréttamynd

Listin og tjáningar­frelsið

Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin mótar nýja stjórnar­skrá

Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Að falla í kynjagryfjur eða ekki

Fjarvera íslenskra karlmanna á vettvangi jafnréttismála er alvarlegur vandi. Þeir eru velkomnir en mæta ekki og tjá sig sjaldan. Það er líkt og þeim finnist betra að þegja en verða aðhlátursefni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lista- og fréttamaður og Fréttablaðið gerðu tilraun til að breyta þessu með Öðlingsátakinu 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Friðarmenning í Noregi

Viðbrögð Norðmanna gegn hryðjuverkunum í Ósló og fjöldamorðunum í Útey eru lofsverð, því þjóðin heitir sér því að leggja áherslu á kærleika og meira lýðræði. Það er ríkur þáttur í þeirri friðarmenningu sem Norðmenn hafa boðað.

Skoðun
Fréttamynd

Karlvæðing þjóðareigna

Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu – en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð and­spænis foringja(r)æði

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni núna og ekki seinna en það. Ástæðan er sú að í undanfarin áratug hefur landinu verið stjórnað af örfáum körlum og þjóðin hefur glatað sambandi sínu við stjórnarskrána.

Skoðun
Fréttamynd

Vandi ís­lenskra fjöl­miðla

Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang.

Skoðun
Fréttamynd

Röng um­ræða um fjöl­miðla

Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Nesti og nýir skór þjóðar

Verður Þjóðfundurinn 14. nóvember skráður í sögubækur? Fundurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og á hann eru fulltrúar þjóðarinnar kallaðir. Ef til vill mun eftirfarandi standa í alfræðiritum framtíðarinnar:

Skoðun