Auðvelt er að jafna hlutfall kynjanna í fjölmiðlum Gunnar Hersveinn skrifar 12. desember 2013 06:00 Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun