Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar 11. október 2024 16:33 Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar