Röng umræða um fjölmiðla 8. desember 2009 06:00 Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Gunnar Hersveinn skrifar um fjölmiðla Íslendingar glata sorglega oft tækifærum til að rökræða málin. Ástæðan er sú að boðberar válegra tíðinda eru skotnir um leið og þeir birtast. Íslenskir fjölmiðlar eru í kreppu en ef einhver gerir athugasemdir við vinnubrögð þeirra er sá hinn sami annaðhvort hunsaður eða gerður tortryggilegur. Það er líkt og hugrekki þurfi til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Nýlega lýsti Norræna blaðamannasambandið yfir áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi enda ástæða til. Rekstur fjölmiðla er vandasamur og margir efast um markmið eigenda þeirra og hugsjónir ritstjóra. Síðast en ekki síst hafa margir af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins misst vinnuna. Blaða- og fréttamenn sem geta veitt yfirvöldum aðhald, spurt gagnrýnna spurninga og skrifað eða flutt viðamiklar fréttaskýringar til að upplýsa almenning standa nú margir utan fjölmiðla. Í íslenskri umræðu er oft hrópað af krafti á gagnrýnendur og gefið í skyn að annarlegir hagsmunir liggi að baki og að gagnrýni þeirra sé af persónulegum ástæðum. Þeir sem verja ríkjandi ástand slá gjarnan andstæðinga sína undir beltisstað. Ályktun Norræna blaðamannasambandsins var frétt hér á landi en umræðan fór um víðan völl og skotið var í allar áttir í stað þess að miða í mark. Tilraun var meðal annars gerð til að sverta Blaðamannafélag Íslands og strax var grafið undan þeim sem þurfa að fjalla um viðkvæmt málið. Kennslubókardæmi um ofangreint er fjölmiðlapistill Viðskiptablaðsins 3. desember 2009. Þar er Norræna blaðamannasambandið gert ótrúverðugt, skotið er á núverandi og fyrrverandi formenn Blaðamannafélags Íslands og annar ritstjóri Morgunblaðsins skjallaður. Nýir eldar eru kveiktir í stað þess að taka þátt í björgunarstarfinu. Umræðuaðferðin sem pistlahöfundur Viðskiptablaðsins beitir er iðulega notuð af þeim sem vilja ekki fjalla um kjarna málsins. Hvetjum íslenska blaða- og fréttamenn til að taka þátt í umræðunni og til að skapa aðra rökræðuhefð og leyfum ekki einstaka álitsgjöfum að einoka sviðið. Höfundur er rithöfundur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun