Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar 28. nóvember 2024 13:21 Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun