Viðskipti innlent

Jónas Már til Réttar

Atli Ísleifsson skrifar
Jónas Már Torfason.
Jónas Már Torfason.

Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar.

Í tilkynningu segir að ráðning Jónasar styðju við vaxandi umsvif Réttar á þessum sviðum og efli enn frekar þjónustu stofunnar við innlenda og erlenda viðskiptavini.

„Jónas kemur til Réttar frá Plesnerí Kaupmannahöfn, einni virtustu lögmannsstofu Danmerkur, þar sem hann starfaði í banka- og fjármögnunarteymi stofunnar. Áður starfaði hann sem fulltrúi á LOGOS á árunum 2019–2022.

Jónas hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og félagsstörfum. Hann var framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og starfaði sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Þá hefur hann setið í ýmsum stjórnum og nefndum, og situr meðal annars sem formaður nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og sem varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×