Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar 12. ágúst 2025 11:00 Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Lögmennska Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun