Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

Ystad bjargaði stigi gegn Ferencváros

Sænska liðið Ystads bjargaði stigi með seinasta skoti leiksins er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-35, en stigið lyftir Ungverjunum upp fyrir Valsmenn í fjórða sæti B-riðils.

Handbolti
Fréttamynd

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“

Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Handbolti
Fréttamynd

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“

Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

Handbolti
Fréttamynd

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér finnst það léleg afsökun“

Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun.

Handbolti
Fréttamynd

Valsmenn án lykilmanna á morgun

Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Handbolti