Handbolti

Sjáðu frá­bærar vörslur Viktors Gísla í Evrópu­deildinni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar hér einu af vörðu skotum sínum á EM í Þýskalandi í janúar.
Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar hér einu af vörðu skotum sínum á EM í Þýskalandi í janúar. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í gær þegar HBC Nantes vann flottan sigur í Evrópudeildinni.

Franska liðið vann þarna 31-23 sigur á pólska liðinu Górnik Zabrze á heimavelli sínum. Liðið er á toppnum í sínum riðli með þrjá sigra í fjórum leikjum.

Instagram síða Evrópudeildarinnar taldi fulla ástæðu til að taka saman margar af flottustu markvörslum Viktors Gísla í leiknum í gær en fór okkar maður á kostum.

Viktor varði alls 17 skot í leiknum samkvæmt opinberri tölfræði keppninnar, þar af bæði vítin sem hann reyndi við. Viktor varði líka sex af skotunum sem hann fékk á sig af sex metrunum.

Viktor fékk líka bara 22 mörk á sig og var því með 43 prósent markvörslu sem er frábær tölfræði.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þessum mögnuðu markvörslum kappans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×