Handbolti

Teitur skoraði sjö í risasigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg í kvöld.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg í kvöld. Marius Becker/picture alliance via Getty Images

Tveir Íslendigaslagir fóru fram í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur Örn Einarsson átti stórleik er Flensburg vann öruggan 14 marka sigur gegn Óðni Þór Ríkharðssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen, 46-32, og Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Natnes unnu góðan níu marka sigur gegn Stiven Tobar Valencia og félögum í Benfica, 37-28.

Þýska stórliðið Flensburg náði fljótt þriggja marka forskoti er liðið tók á móti Kadetten, en um miðjan fyrri hálfleikinn fór allt í skrúfuna hjá gestunum. Heimamenn í Flensburg náðu sjö marka forskoti í stöðunni 16-9 og skoruðu svo seinustu átta mörk fyrri hálfleiksins og staðan var því 25-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Mest náðu heimamenn 19 marka forskoti í stöðunni 40-21 og aftur í 43-24, en niðurstaðan varð að lokum afar öruggur 14 marka sigur, 46-32. Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg sem nú er með tvö stig eftir fyrstu umferð E-riðils. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kadetten sem enn er án stiga.

Þá hafði Viktor Gísli Hallgrímsson betur í Íslendingaslag A-riðils er Nantes tók á móti Benfica. Viktor varði fimm skot í marki Nantes og var með 25 prósent hlutfallsmarkvörslu, en Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað fyrir portúgalska liðið.

Lokatölur urðu 37-28, Nantes í vil, og liðið jafnar því Íslendingalið Rhein-Neckar Löwen á toppi riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×