Handbolti

Teitur Örn og fé­lagar í Flens­burg Evrópu­deildar­meistarar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn Einarsson í leik dagsins.
Teitur Örn Einarsson í leik dagsins. Noah Wedel/Getty Images

Flensburg varð í dag Evrópudeildarmeistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Füchse Berlín í úrslitum. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í liði Flensburg.

Það var alþýskur úrslitaleikur í Hamborg þar sem úrslitin fóru fram. Rhein Neckar-Löwen nældi sér í bronsið fyrr í dag áður en Flensburg mætti Füchse Berlín í úrslitum.

Leikurinn var mun jafnaði en lokatölur gefa til kynna en liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik. Þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði aðeins einu marki á þeim, staðan 15-14 Flensburg í vil.

Staðan var jöfn 20-20 þegar Teitur Örn skoraði eina mark sitt í leiknum. Flensburg breytti svö stöðunni úr 23-23 í 26-23 og eftir það var ekki aftur snúið. Flensburg gekk á lagið síðasta stundarfjórðunginn og vann á endanum fimm marka sigur, 36-31.

Emil Jakobsen var markahæstur í liði Flensburg með 7 mörk á meðan Lukas Jorgensen skoraði 6 mörk líkt og Lasse Moller sem gaf einnig 4 stoðsendingar. Í tapliðinu var Jerry Tollbring markahæstur með 7 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×