Handbolti

Teitur Örn og fé­lagar í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn og félagar eru komnir í úrslit.
Teitur Örn og félagar eru komnir í úrslit. Flensburg

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32.

Leikið var í Hamborg í Þýskalandi og var staðan 18-11 í hálfleik, Síðari hálfleikur varð aldrei spennandi og Flensburg vann sannfærandi sigur. Teitur Örn skoraði tvö mörk í leiknum.

Füchse Berlín lagði Rhein-Neckar Löwen í hinum undanúrslitaleiknum og því verða það stórliðin Flensburg og Füchse Berlín sem mætast í úrslitum á morgun, sunnudag.

Í Noregi þarf þriðja leikinn milli Kolstad og Elverum til að útkljá hvort liðið verður Noregsmeistari. Elverum vann eins marks sigur i öðrum leik liðanna í kvöld, lokatölur 41-40 eftir tvíframlengdan leik. Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik í liði Kolstad og var markahæstur með 9 mörk, það dugði því miður ekki til að þessu sinni.

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hélt sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni þegar lið hennar Zwickau lagði Bad Wildunen með átta marka mun í lokaumferð deildarinnar, lokatölur 34-26.

Díana Dögg er fyrirliði liðsins en yfirgefur það í sumar til að ganga í raðir Blomberg-Lippe í sömu deild. Hún skoraði fjögur mörk í kveðjuleiknum og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu. Ekki hægt að biðja um mikið meira.

Díana Dögg hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Zwickau.Handball World



Fleiri fréttir

Sjá meira


×