Fjárlagafrumvarp 2023

Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök
María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis.

Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna
Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið.

Barátta öryrkja skilar árangri: Eingreiðsla og hærra frítekjumark
Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og þær groddalegu skerðingarreglur sem fólk með skerta starfsgetu býr við.

Fjögur bætast við á lista þeirra sem fá heiðurslaun listamanna
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að listamennirnir Hildur Hákonardóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Manfreð Vilhjálmsson og Þórhildur Þorleifsdóttir muni bætast á lista yfir þá sem njóta heiðurslaun listamanna.

Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu
Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis.

Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils
Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum.

Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar
Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum.

„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári.

Skilagjald hækki um tvær krónur
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar.

Hvar er kjarapakkinn, Katrín?
Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram.

Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak
Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu.

Drögum úr halla ríkissjóðs og styðjum heilbrigðiskerfi og barnafjölskyldur
Fjárlög 2023 hafa meiri þýðingu en oft áður í ljósi verðbólgu og hárra vaxta. Viðreisn telur mikilvægt að þau endurspegli þau verkefni sem mikilvægast er að bregðast við strax. Það hefur mikla þýðingu fyrir fólk í landinu að takast á við verðbólgu og hallarekstur ríkissjóðs.

Skýr skref í þágu löggæslunnar
Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi.

Á mannúð heima í stjórnmálum?
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt.

Ekki of seint að gera betur
Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur.

Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi.

Ráðherra leggur til 37 milljarða heildarhækkun fjárframlaga
Framlög til ýmissa málaflokka hækka um 37 milljarða króna ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 verða að veruleika. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögurnar fyrir fjárlaganefnd í gær.

Afkoma ríkissjóðs 60 milljörðum betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum
Heildarafkoma ríkissjóðs á árinu 2022 verður ríflega 60 milljörðum betri en lagt var upp með í fjárlögum yfirstandandi árs. Frumtekjur ríkissjóðs verða um 111 milljörðum hærri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir á meðan frumútgjöld eru áætluð 17,5 milljörðum hærri.

Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður.

Saka stjórnvöld um að láta vaxtabótakerfið „gufa upp“
Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað inn umsögn um bandorm með fjárlagafrumvarpinu 2023, þar sem þau gagnrýna þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að láta vaxtabótakerfið halda áfram að „gufa upp“ í verðbólgunni, eins og það er orðað, „hraðar en nokkru sinni fyrr“.