Festi

Fréttamynd

Ásta ráðin for­stjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostnaður Festar vegna starfsloka Eggerts um 76 milljónir

Smásölufyrirtækið Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, gjaldfærir hjá sér kostnað sem nemur samtals um 76 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi vegna samkomulags sem stjórn félagsins gerði í byrjun júní vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra.

Innherji
Fréttamynd

Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum

Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta.

Innherji
Fréttamynd

Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar

Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum. 

Innherji
Fréttamynd

Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana

Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig.

Innlent
Fréttamynd

Eggert hættir sem forstjóri Festar

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju

Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis.

Innherji
Fréttamynd

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi

Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent