Viðskipti innlent

Við­ræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Festi hyggst festa kaup á lyfjafyrirtækinu. 
Festi hyggst festa kaup á lyfjafyrirtækinu.  Vísir/Egill

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Tæpur mánuður er síðan greint var frá frummati í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. en samkvæmt því krefst samruninn að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

Í tilkynningu Festi sem barst í lok mars var greint frá því að félagið hefði sent sjónarmið og tillögur að skilyrðum til Samkeppniseftirlitsins vegna fummats stofnunarinnar og að óskað hafi verið eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupanna. Nú hefur verið fallist á þá beiðni af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

Fram kemur í tilkynningunni að nánar verði upplýst um framgang málsins um leið og tilefni sé til.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×