Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 08:32 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festis. Tilkynnt var um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju í mars á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur. Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur.
Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33