Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Bakkans vöru­hótels

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Guðrún Torfadóttir.
Eva Guðrún Torfadóttir. Festi

Eva Guðrún Torfadóttir verkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels og kemur á sama tíma inn í framkvæmdastjórn Festi hf. 

Í tilkynningu kemur fram að Eva Guðrún hefji störf í byrjun næsta árs, en að hún sé sem stendur í fæðingarorlofi.

„Eva Guðrún hefur frá árinu 2016 starfað sem umbóta- og rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Implement Consulting Group í Kaupmannahöfn. Mörg hennar verkefna þar hafa snúið að endurbótum á aðfangakeðjum, m.a. endurskipulagningu vöruhúsa og þróun innkaupaferla hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims. Fyrir það var hún innkaupa- og birgðastjóri hjá Marorku á árununum 2011 til 2013.

Eva Guðrún er með meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá danska tækniháskólanum DTU og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Bakkinn vöruhótel er vöruhótel samstæðunnar Festi, og er hlutverk þess að sinna vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Vöruhús Bakkans eru staðsett í Reykjavík, annars vegar í Skarfagörðum 2 og hins vegar í Klettagörðum 13 og þjónusta m.a. rekstrarfélög Festi; Krónuna, N1 og ELKO, sem og önnur félög,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×