

Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára.
Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna.
Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina.
Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann.
Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu.
Risaeðluspor sem eru talin vera um 113 milljón ára gömul komu í ljós á árbotni í Risaeðludal í Texas vegna gríðarlega þurrka sem hafa herjað á ríkið undanfarnar vikur.
Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.
Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni.
Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan.
Beinagrind klóeðlu var seld á uppboði í Christie‘s uppboðshúsinu í vikunni. Beinagrindin seldist á 12 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna.
Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag myndband í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
„Við höfðum sérð myndir af einhverju fólki í risaeðlubúning á gosstöðvunum og okkur fannst það svo fyndið. Ég átti risaeðlubúning sjálfur og vinur minn fékk lánaðan, við ákváðum að skella okkur bara til að hafa gaman og gera okkur dagamun,“ segir Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson í samtali við Vísi.
Risamörgæsin er talin hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 til 56 milljónum ára.