LIV-mótaröðin

Fréttamynd

Sakar Rahm um að skemma golfið

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV.

Golf
Fréttamynd

Fót­bolta­heimurinn nötrar vegna Sáda

Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt.

Golf
Fréttamynd

Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar

Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum.

Golf
Fréttamynd

Öldunga­deild Banda­ríkja­þings rann­sakar sam­runa PGA og LIV

Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann.

Golf
Fréttamynd

„Þetta eru risastórar fréttir“

„Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar.

Golf
Fréttamynd

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi

Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV

Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA.

Golf
Fréttamynd

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

Golf
Fréttamynd

Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna

Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA

Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu.

Golf
  • «
  • 1
  • 2