Golf

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brooks Koepka hefur leikið á LIV-mótaröðinni undanfarna mánuði, en hann tryggði sér þó sigur á PGA-meistaramótinu á dögunum.
Brooks Koepka hefur leikið á LIV-mótaröðinni undanfarna mánuði, en hann tryggði sér þó sigur á PGA-meistaramótinu á dögunum. Rob Carr/Getty Images

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

Mótaraðirnar tvær skrifuðu í dag undir samning þess efnis að PGA og LIV sameinist í eitt og sama gróðafyrirtækið. Enn á eftir að ákveða nafn á sameinaða fyrirtækið, en samningurinn felur í sér að Evrópumótaröðin, DP World Tour, sameinast mótaröðunum einnig.

LIV-mótaröðin er fjálmögnuð af opinbera sádiarabíska fjáfestingasjóðnum PIF (e. Saudi Arabia Public Investment Fund), sem á einnig stærstan hluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle.

Mótaröðin hefur þurft að standa í ýmsum málaferlum við PGA-mótaröðina undanfarna mánuði, en samruni mótaraðanna tveggja þýðir að þau verða öll felld niður.

Í umfjöllun bandaríska miðilsins CNBC kemur fram að fjárfestingasjóðurinn PIF sé tilbúinn að reiða fram milljarða dollara í nýju mótaröðina, en ekki kemur þó fram hversu háa fjárhæð um ræðir.


Tengdar fréttir

Eru Sádar að eyðileggja golfið?

Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði.

Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara

Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni.

Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA

Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×