Golf

Rahm fær meira í árs­laun en Ronaldo og Messi til samans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa eitt sinn gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega er Jon Rahm nú genginn til liðs við hana.
Þrátt fyrir að hafa eitt sinn gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega er Jon Rahm nú genginn til liðs við hana. getty/David Cannon

Nýr samningur Jons Rahm við LIV-mótaröðina í golfi gerir hann að langlaunahæsta íþróttamanni heims. Hann þénar meira en fótboltamennirnir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi til samans.

Talið er að Rahm fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljónir dollara fyrir að spila á LIV-mótaröðinni. Hann verður því ekki bara launahæsti íþróttamaður heims heldur sá langlaunahæsti.

Ronaldo, sem spilar einnig í Sádi-Arabíu, er næstlaunahæsti íþróttamaður heims með 136 milljónir punda í árslaun. Messi kemur þar á eftir með 130 milljónir punda árslaun. Samanlögð árslaun þeirra eru ekki nálægt þeirri upphæð sem Rahm fær frá LIV.

Tveir aðrir kylfingar á LIV-mótaröðinni eru á meðal tíu launahæstu íþróttamanna heims. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson (107 milljónir punda) og Phil Mickelson (106 milljónir punda).

Rahm getur svo unnið sér inn enn meiri pening en verðlaunaféð á LIV er mjög hátt. Kylfingar fá í kringum þrjár milljónir punda fyrir að vinna mót á mótaröðinni. Þau eru alls fjórtán á hverju tímabili.


Tengdar fréttir

Sakar Rahm um að skemma golfið

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×